Marco Silva, stjóri Everton á Englandi, var í stuði eftir leik liðsins við Lincoln City á dögunum.
Everton vann 4-2 sigur á Lincoln í enska deildarbikarnum og komst þar með áfram í næstu umferð.
Gylfi Þór Sigurðsson leikur að sjálfsögðu með Everton og skoraði annað mark liðsins í sigrinum.
Eftir leikinn þá skipaði Silva leikmönnum sínum að gefa stuðningsmönnum liðsins leiktreyjurnar.
Þónokkrir stuðningsmenn Everton ferðuðust til að sjá liðið sitt spila á heimavelli Luton.
Gylfi var á meðal þeirra sem fékk þessa skipun frá Silva eins og má sjá hér.
I fucking love the fact silva is telling the players to give their shirts @Everton pic.twitter.com/9CeU16g9pq
— dylan davies (@dylanjd14) 28 August 2019