Eins og flestir vita þá eru fjárhagsvandræði í gangi hjá Bolton sem byrjar tímabilið með -12 stig í C-deildinni.
Leikmenn Bolton hafa ekki fengið greidd laun í langan tíma og eru margir farnir frá félaginu og aðrir neita að spila.
Bolton spilaði sinn fyrsta deildarleik í dag gegn Coventry og var búist við öruggum sigri þess síðarnefnda.
Unglingar Bolton spiluðu leikinn í dag en elsti leikmaður liðsins var James Weir sem er 24 ára gamall.
Annars voru flestir leikmenn 17 ára gamlir en aðrir við tvítugt. Leiknum lauk þó með markalausu jafntefli!
Hér má sjá leikmennina sem spiluðu og aldur þeirra. Meðalaldurinn var 19 ára.
Full-Time: Wanderers 0-0 @Coventry_City
Our youngsters have become men with that performance! A tremendous effort by a group of lads with an average age of 19 to earn Wanderers their first point of the season.
TAKE. A. BOW! ??#BWFC ?? pic.twitter.com/zdUVlxqD2v
— Bolton Wanderers FC (@OfficialBWFC) 10 August 2019