Romelu Lukaku framherji Manchester United vill ólmur losna frá félaginu, Juventus og Inter hafa áhuga.
Lukaku hefur ekki náð að komast burt en erfiðlega hefur gengið fyrir Inter að fjármagna kaup á honum.
Lukaku hefur ekkert spilað með United á þessu undirbúningstímabili og nú er hann hættur að æfa með liðinu.
Lukaku er byrjaður að æfa með Anderlecht í heimalandinu, til að halda sér í formi.
Ole Gunnar Solskjær vill losna við Lukaku og telur því best að hann sé ekki að æfa með liðinu á meðan mál hans eru í lausu lofti.
Romelu Lukaku is training with Anderlecht while he waits for a summer move away from Manchester United. (Source: @HLNinEngeland) pic.twitter.com/52dZWaDiAV
— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) August 5, 2019