Sead Kolasinac er hetja helgarinnar en hann sýndi ótrúlega hetjudáð á fimmtudaginn eftir að hafa skemmt sér með félaga sínum Mesut Özil.
Kolasinac og Özil leika saman hjá Arsenal en tveir glæpamenn réðust að bíl hins síðarnefnda á fimmtudag.
Árásarmennirnir voru vopnaðir hnífum en Kolasinac lét það ekki stöðva sig og slóst við þá báða.
Kolasinac sá til þess að Özil gæti komist burt án þess að árásarmennirnir kæmust að honum eða bifreiðinni.
Kolasinac tjáði sig um atvikið í fyrsta sinn í gær og birti mynd af sér ásamt Özil á leið á æfingu.
,,Ég held að við séum í lagi. Takk fyrir skilaboðin,“ skrifaði Kolasinac við myndina sem má sjá hér.