Það er líklega enginn leikmaður í heiminum sem er jafn kokhraustur og Zlatan Ibrahimovic, leikmaður LA Galaxy.
Zlatan hefur undanfarin áratug þótt vera einn allra besti sóknarmaður Evrópu en hann er kominn á seinni árin í dag.
Zlatan leikur í MLS-deildinni þessa stundina en á að baki leiki fyrir stórlið eins og Inter Milan, Barcelona, AC Milan, Juventus, Paris Saint-Germain og Manchester United.
Svíinn birti ansi athyglisverða færslu á Twitter í gær þar sem hann sýnir sitt uppáhalds lið frá upphafi.
Zlatan stillir upp leikkerfinu 4-3-3 og er hann skráður í allar stöðurnar, sem kemur kannski ekki á óvart.
My favourite team of all time. I only have to decide the coach. Maybe will be Zlatan pic.twitter.com/MvRN5krxPc
— Zlatan Ibrahimović (@Ibra_official) 8 July 2019