fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Ótrúleg saga Kára sem leitaði sér að nýju liði: Vissi ekkert hver hann var – ,,Þetta var algjört djók“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 30. júní 2019 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur heldur áfram á fullu fjöri en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Þátturinn hefur notið mikilla vinsælda en afar áhugaverðir gestir hafa komið í þáttinn.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Kári Árnason, sem hefur átt magnaðan feril í atvinnumennsku, hann er nú mættur heim eftir 15 ára feril erlendis. Kári lék í Svíþjóð, Danmörku, Englandi, Skotlandi, Kýpur og Tyrklandi á ferlinum.

Kári sagði mjög skemmtilega sögu af því þegar hann fékk samning hjá enska liðinu Plymouth.

Kári spilaði með Plymouth frá 2009 til 2011 en hvernig hann samdi við félagið var ansi athyglisvert.

Það var enginn sérstakur áhugi á Kára sem var bara sagt að mæta til Plymouth og æfði þar með 60 öðrum leikmönnum sem reyndu að komast í liðið.

,,Ég mæti á Paddington stöðina, það er engin leið til að komast til Plymouth nema bara með lest,“ sagði Kári.

,,Þá hringi ég í Andy King heitinn sem var head scout og kynni mig. Hann var bara: ‘ha? hver?’ – ég kynni mig aftur og hann veit ekkert um hvern er verið að tala.“

,,Ég fattaði það strax út á hvað þetta gekk en ákvað fyrsta að ég væri kominn að bara fokk it, að ég þyrfti að mæta á staðinn.“

,,Hann sagði mér bara að finna mér eitthvað hótelherbergi, að ég myndi gista einhvers staðar á Paddington á föstudegi klukkan átta eða eitthvað. Allar lestar voru farnar þannig ég þurfti að fara í trialið um morguninn.“

,,Ég fæ hótelherbergi og fer svo um morguninn og hringi í hann á lestarstöðinni, það sótti mig enginn þannig ég tók bara leigubíl á æfingasvæðið.“

Þegar Kári mætti á æfingu þá fjölmargir leikmenn komnir. Þeir áttu bara að spila sín á milli og reyna að sanna sig fyrir stjóranum.

,,Ég mæti á æfingasvæðið og það þekkir mig enginn þar. Ég mætti inn í klefa og það voru svona 60 manns þar. Það eru bara allra þjóðar kvikindi, frá Skandinavíu, Asíu, Tyrklandi, Afríku og allt mögulegt.“

,,Þetta var bara blanda af leikmönnum. Þáverandi stjórinn Paul Sturrock var búinn að line-a up öllum símtölum sem hann fékk um trial. Að við myndum bara allir mæta í einn dag og spila einhverja leiki þarna.“

,,Þetta var algjört djók sko. Þetta var bara free for all – það reyndu allir að sóla upp völlinn með boltann og algjör steypa. Það rættist úr þessu, ég náði að skora og eitthvað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Benzema ekki á þeim buxunum að hætta – Orðaður við ótrúlega endurkomu

Benzema ekki á þeim buxunum að hætta – Orðaður við ótrúlega endurkomu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Árni Snær heldur áfram í Garðabænum

Árni Snær heldur áfram í Garðabænum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Birta ræðu Arnars í klefanum eftir vonbrigðin í Úkraínu – „Stundum þarftu að fara í gegnum fokking heartbreak í lífinu“

Birta ræðu Arnars í klefanum eftir vonbrigðin í Úkraínu – „Stundum þarftu að fara í gegnum fokking heartbreak í lífinu“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nefna fimm ensk félög sem gætu skoðað Neymar – Getur komið frítt í janúar

Nefna fimm ensk félög sem gætu skoðað Neymar – Getur komið frítt í janúar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Írarnir nota rödd Gumma Ben til að gera hlutina enn betri – Heimir var þá þjálfari liðsins

Írarnir nota rödd Gumma Ben til að gera hlutina enn betri – Heimir var þá þjálfari liðsins