fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Kristján Óli svarar af hörku: „Davíð átti að hætta fyrir tveimur árum í stað þess að mjólka klúbbinn sinn“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 24. júní 2019 12:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Hvað er í gangi í Krikanum? Nákvæmlega ekki neitt, það er ekkert að gerast,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson, sérfræðingur Dr Football um stöðu FH og hvað væri í gangi í Kaplakrika.

Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH var ómyrkur í máli eftir tap FH gegn KR í Pepsi Max-deild karla í gær. FH tapaði þá á heimavelli og er staða liðsins slæm. FH er með 12 stig í deildinni, langt undir væntingum. Liðið er nú 11 stigum á eftir toppliði KR.

Fótbolti.net sagði frá því fyrir helgi að vandræði væru með launagreiðslur til leikmanna FH og að leikmenn hefðu í raun farið í verkfall, til að láta vita óánægju sinni. Morgunblaðið spurði Davíð út í málið. Hann sendi væna pillu á þá sem hafa rætt og ritað um málið. „Þetta er bara vit­leys­ing­ar sem þurfa að tjá sig um allt og alla á Twitter og menn sem hafa mis­mikið vit á fót­bolta. Það er gott að þeir hafi ein­hvern vett­vang til að tjá sig,“ sagði Davíð Þór

Kristjáni svaraði þessum ummælum Davíðs í þætti dagsins í Dr. Football. ,,Davíð Þór Viðarsson tjáir sig, ef ég er vitleysingur. Ef Davíð þykist hafa vit á fótbolta sjálfur, þá hefði hann hætt fyrir tveimur árum. Hann er ekki skugginn af sjálfum sér, var frábær á sínum tíma. Mér fannst hann ekki frábær í gær, skokkaði um í miðju hringnum, reif kjaft og tuðaði,“ sagði Kristján í þætti dagsins.

,,Hann átti að hætta fyrir tveimur árum í stað þess að mjólka klúbbinn sinn að innan, svona er boltinn. Menn vilja salt í grautinn, ég skil það vel. Davíð er að kasta steinum úr glerhúsi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag