Paul Pogba, leikmaður Manchester United, fékk áreiti í dag eftir leik gegn Cardiff í ensku úrvalsdeildinni.
Pogba var ekki upp á sitt besta í leiknum en United þurfti að sætta sig við 2-0 tap á heimavelli.
Frakkinn hefur verið reglulega gagnrýndur á tímabilinu en fékk þetta beint í andlitið frá stuðningsmanni í dag.
,,Þú ert alveg glataður vinur. Drullaðu þér burt,“ var á meðal annars sagt við miðjumanninn.
Stuðningsmaðurinn var mjög æstur en Pogba tók ekki þátt í rifrildinu og virtist bara biðjast afsökunar.
Það er óvíst hvort miðjumaðurinn verði áfram hjá United á næstu leiktíð en hann er orðaður við brottför.
Hann gerði rétt með hvernig hann svaraði þessu áreiti í dag eins og má sjá hér fyrir neðan.
Paul Pogba receives abuse from a fan. We don’t deserve him. #mufc pic.twitter.com/tW5lkyN62b
— ManUnitedZone (@ManUnitedZone_) 12 May 2019