Stuðningsmenn Liverpool á Englandi töldu að miðjumaðurinn Adrien Rabiot væri mættur á Anfield í dag til að sjá liðið spila við Tottenham.
Rabiot er sterklega orðaður við Liverpool þessa dagana en hann mun kveðja PSG í sumar.
Frakkinn fær ekkert að spila þessa stundina en hann verður samningslaus í sumar og ætlar að fara annað.
Connor Deane, stuðningsmaður Liverpool, var þó mættur á völlinn í dag til að styðja við bakið á sínum mönnum.
Deane er ansi líkur Rabiot og var einnig með PSG derhúfu í stúkunni sem hjálpaði ekki til.
,,Ég get staðfest það að Adrien Rabiot hafi ekki verið á leiknum í dag. Þetta var ég, afsakið að ég hafi eyðilagt partýið!“ skrifaði Deane og birti myndina sem fær nú að njóta sín á netinu.
I can confirm @Adriien_Rabiiot was not a the game today it was me sorry to ruin the party up the fucking reds ??? pic.twitter.com/BE8ZhzlAqe
— Connor Deane (@connorLfc97) 31 March 2019