fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
433Sport

Aron Einar eftir sigurinn frábæra: Ég ætla ekkert að tjá mig um fagnið hans Viðars

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 22. mars 2019 22:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Andorra

,,Ég er ánægður með það hvernig við stóðum að þessu,“ sagði fyrirliðinn, Aron Einar Gunnarsson eftir 0-2 sigur á Andorra í undankeppni EM í kvöld.

,,Þetta var fagmannlega gert hjá okkur. 2-0, héldum hreinu og þrjú stig, ekkert gult. Við vissum að þetta yrði þolinmæði, við fengum mörg færi í fyrri hálfleik og hefðum átt að skora fleiri mörk þar“

,,Við vorum búnir að undirbúa okkur vel, ánægður með hvernig við stóðum okkur í þessum leik.“

Leikmenn Andorra reyndu að tefja við hvert tækifæri, skutluðu sér oft í jörðina og voru með almenn leiðindi.

,,Við vissum hvernig þeir myndu spila, það var búið að fara yfir það fyrir leik. Að láta ekkert utanaðkomandi fara í taugarnar á okkur, við hefðum getað verið erfiðari og reiðari, farið í fýlu. Mér fannst við höndla það vel, ekkert pirrings gult spjald.“

Óvíst var hvort Aron myndi spila á gervigrasinu en var klár og er klár gegn Frakklandi.

,,Við æfðum hérna í gær og mér leið vel, ákvörðunin var tekinn eftir það. Líkaminn er ágætur núna, tekur aðeins í. Undirlagið og gervigrasið er verra en fólk heldur, við ætluðum ekkert að kvarta of mikið yfir því. Ég er ánægður hvernig þetta þróaðist.“

,,Þetta er fyndið, það er búið að búa svolítið til. Ég hef gert þetta með Cardiff að spila á laugardag og þriðjudag, á þessu tímabili. Ég verð 100 prósent klár.“

Aron vildi litið tjá sig um fagnið hjá Viðari Erni Kjartanssyni eftir seinna mark Íslands.

,,Ég ætla ekki að tjá mig mikið um fagnið, ég er ánægður að hann hafi svarað fyrir sig á vellinum. Þetta var frábærlega klárað, við þurftum á marki að halda. Ég ætla ekki að tjá mig um fagnið, létt grín hjá honum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mbappe náði sögulegum áfanga í gær

Mbappe náði sögulegum áfanga í gær
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Klopp staðfestir endurkomu á hliðarlínuna en ekki sem þjálfari – Verður á HM næsta sumar

Klopp staðfestir endurkomu á hliðarlínuna en ekki sem þjálfari – Verður á HM næsta sumar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Segir það hafa verið „andskoti stór mistök“ að fara til Chelsea

Segir það hafa verið „andskoti stór mistök“ að fara til Chelsea
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Forráðamenn United sjá eftir því að hafa selt McTominay – Napoli smellir á hann verðmiða

Forráðamenn United sjá eftir því að hafa selt McTominay – Napoli smellir á hann verðmiða
433Sport
Í gær

Ronaldo reiður Heimi Hallgrímssyni í kvöld : Fékk rautt spjald fyrir að slá til manns – Labbaði svo að Heimi og skammaði hann

Ronaldo reiður Heimi Hallgrímssyni í kvöld : Fékk rautt spjald fyrir að slá til manns – Labbaði svo að Heimi og skammaði hann
433Sport
Í gær

Frakkar gerðu Íslandi góðan greiða – Jafntefli dugar á sunnudag gegn Úkraínu

Frakkar gerðu Íslandi góðan greiða – Jafntefli dugar á sunnudag gegn Úkraínu