fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
433Sport

Aron Einar eftir sigurinn frábæra: Ég ætla ekkert að tjá mig um fagnið hans Viðars

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 22. mars 2019 22:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Andorra

,,Ég er ánægður með það hvernig við stóðum að þessu,“ sagði fyrirliðinn, Aron Einar Gunnarsson eftir 0-2 sigur á Andorra í undankeppni EM í kvöld.

,,Þetta var fagmannlega gert hjá okkur. 2-0, héldum hreinu og þrjú stig, ekkert gult. Við vissum að þetta yrði þolinmæði, við fengum mörg færi í fyrri hálfleik og hefðum átt að skora fleiri mörk þar“

,,Við vorum búnir að undirbúa okkur vel, ánægður með hvernig við stóðum okkur í þessum leik.“

Leikmenn Andorra reyndu að tefja við hvert tækifæri, skutluðu sér oft í jörðina og voru með almenn leiðindi.

,,Við vissum hvernig þeir myndu spila, það var búið að fara yfir það fyrir leik. Að láta ekkert utanaðkomandi fara í taugarnar á okkur, við hefðum getað verið erfiðari og reiðari, farið í fýlu. Mér fannst við höndla það vel, ekkert pirrings gult spjald.“

Óvíst var hvort Aron myndi spila á gervigrasinu en var klár og er klár gegn Frakklandi.

,,Við æfðum hérna í gær og mér leið vel, ákvörðunin var tekinn eftir það. Líkaminn er ágætur núna, tekur aðeins í. Undirlagið og gervigrasið er verra en fólk heldur, við ætluðum ekkert að kvarta of mikið yfir því. Ég er ánægður hvernig þetta þróaðist.“

,,Þetta er fyndið, það er búið að búa svolítið til. Ég hef gert þetta með Cardiff að spila á laugardag og þriðjudag, á þessu tímabili. Ég verð 100 prósent klár.“

Aron vildi litið tjá sig um fagnið hjá Viðari Erni Kjartanssyni eftir seinna mark Íslands.

,,Ég ætla ekki að tjá mig mikið um fagnið, ég er ánægður að hann hafi svarað fyrir sig á vellinum. Þetta var frábærlega klárað, við þurftum á marki að halda. Ég ætla ekki að tjá mig um fagnið, létt grín hjá honum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Salah hetja Egyptalands
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Nýkominn aftur eftir 30 mánaða bann en gæti strax farið annað

Nýkominn aftur eftir 30 mánaða bann en gæti strax farið annað
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fékk afmæliskveðju úr mjög óvæntri átt – Voru dæmdir til að greiða honum níu milljarða

Fékk afmæliskveðju úr mjög óvæntri átt – Voru dæmdir til að greiða honum níu milljarða
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Spáir ekki í uppþoti Salah á dögunum

Spáir ekki í uppþoti Salah á dögunum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Högg í maga Ronaldo og félaga

Högg í maga Ronaldo og félaga
433Sport
Í gær

Staðfesta ráðningu á Túfa í Svíþjóð

Staðfesta ráðningu á Túfa í Svíþjóð
433Sport
Í gær

Amorim enn og aftur spurður út í ósátta manninn

Amorim enn og aftur spurður út í ósátta manninn