fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Aron Einar eftir sigurinn frábæra: Ég ætla ekkert að tjá mig um fagnið hans Viðars

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 22. mars 2019 22:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Andorra

,,Ég er ánægður með það hvernig við stóðum að þessu,“ sagði fyrirliðinn, Aron Einar Gunnarsson eftir 0-2 sigur á Andorra í undankeppni EM í kvöld.

,,Þetta var fagmannlega gert hjá okkur. 2-0, héldum hreinu og þrjú stig, ekkert gult. Við vissum að þetta yrði þolinmæði, við fengum mörg færi í fyrri hálfleik og hefðum átt að skora fleiri mörk þar“

,,Við vorum búnir að undirbúa okkur vel, ánægður með hvernig við stóðum okkur í þessum leik.“

Leikmenn Andorra reyndu að tefja við hvert tækifæri, skutluðu sér oft í jörðina og voru með almenn leiðindi.

,,Við vissum hvernig þeir myndu spila, það var búið að fara yfir það fyrir leik. Að láta ekkert utanaðkomandi fara í taugarnar á okkur, við hefðum getað verið erfiðari og reiðari, farið í fýlu. Mér fannst við höndla það vel, ekkert pirrings gult spjald.“

Óvíst var hvort Aron myndi spila á gervigrasinu en var klár og er klár gegn Frakklandi.

,,Við æfðum hérna í gær og mér leið vel, ákvörðunin var tekinn eftir það. Líkaminn er ágætur núna, tekur aðeins í. Undirlagið og gervigrasið er verra en fólk heldur, við ætluðum ekkert að kvarta of mikið yfir því. Ég er ánægður hvernig þetta þróaðist.“

,,Þetta er fyndið, það er búið að búa svolítið til. Ég hef gert þetta með Cardiff að spila á laugardag og þriðjudag, á þessu tímabili. Ég verð 100 prósent klár.“

Aron vildi litið tjá sig um fagnið hjá Viðari Erni Kjartanssyni eftir seinna mark Íslands.

,,Ég ætla ekki að tjá mig mikið um fagnið, ég er ánægður að hann hafi svarað fyrir sig á vellinum. Þetta var frábærlega klárað, við þurftum á marki að halda. Ég ætla ekki að tjá mig um fagnið, létt grín hjá honum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Albert sýknaður í landsrétti

Albert sýknaður í landsrétti
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi