fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433Sport

Kolbeinn og liðsfélagar í sárum í Frakklandi: Víðamikil leit af Sala og flugvélinni

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 22. janúar 2019 11:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

AFP fréttastofan hefur fengið það staðfest frá lögreglunni í Frakklandi að Emiliano Sala, framherji Cardiff hafi verið um borð í flugvélinni sem hvarf í gær. Cardiff hefur ekki staðfest fréttirnar.

Sala varð um helgina liðsfélagi Arons Einars Gunnarssonar en félagið keypti hann frá Nantes í Frakklandi. Hjá Nantes er Kolbeinn Sigþórsson.

Mikil sorg er á æfingasvæði Nantes í dag, í Frakklandi er fjallað um málið. Þar óttast vinir hans að Sala sé látinn, mikið hefur verið grátið á æfingasvæði félagsins. Æfingu liðsins var frestað og leikur sem liðið átti að spila á morgun fer ekki fram.

Meira:
Staðfesta að liðsfélagi Arons Einars hafi verið um borð í vélinni sem hvarf í gær
Óhugnanlegt atvik: Dýrasti leikmaðurinn í liði Arons Einars sagður vera í flugvél sem er týnd

Vélin var á leið fá Nantes í Frakklandi til Cardiff. Cardiff var að kaupa Sala frá Nantes en hann var í Frakklandi að kveðja gamla vini. Sala var í vélinni ásamt flugmanni hennar.

„Við höfum miklar áhyggjur af Sala. Við erum að bíða eftir frekari fregnum áður en við tjáum okkar meira,“ segir Mehmet Dalman, stjórnarformaður Cardiff.

Vélin týndist við Casquets á leið sinni en það var um klukkan 20:30 í gærkvöldi, flugumferðarstjórar tóku þá eftir því að vélin hvarf skyndilega af radar sem þeir fylgjast með.

Tvær þyrlur, tvær flugvélar og bátur eru nú að leita að vélinni sem Sala var um borð í. Hún hvarf sporlaust en leit var hætt um 02:00 í nótt en hófst aftur í morgun.

Hér að neðan er síðasta færsla Sala á samfélagsmiðlum í gær þegar hann var í Nantes að kveðja gamla félaga.

 

View this post on Instagram

 

‪La ultima ❤️ ciao @FCNantes ????‬

A post shared by Emiliano Sala (@emilianosala9) on

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þrjú félög til í að bjarga honum frá Liverpool

Þrjú félög til í að bjarga honum frá Liverpool
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Skákuðu sjálfum sér í vafasömum tölfræðiþætti um helgina

Skákuðu sjálfum sér í vafasömum tölfræðiþætti um helgina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stuðningsmenn United taka leikmann sinn til bæna eftir gærkvöldið

Stuðningsmenn United taka leikmann sinn til bæna eftir gærkvöldið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar
433Sport
Í gær

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton
433Sport
Í gær

Tómas Þór segir frá óvæntum fundi í Hafnarfirði – „Ég veit ekki hvort hann hafi runnið í hálku“

Tómas Þór segir frá óvæntum fundi í Hafnarfirði – „Ég veit ekki hvort hann hafi runnið í hálku“
433Sport
Í gær

Alex Freyr skrifar undir hjá Njarðvík

Alex Freyr skrifar undir hjá Njarðvík