fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
433Sport

Goðsögn heldur varla vatni yfir Gylfa og hans hæfileikum – ,,Hann er einstakur“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 20. september 2018 13:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pat Nevin sérfræðingur BBC heldur varla vatni yfir Gylfa Þór Sigurðssyni og gæðunum sem þessi íslenski landsliðsmaður býr yfir.

Nevin var á ferli sínum sem leikmaður, kantmaður hjá Everton og hann hefur mikið og gott álit hjá Gylfa.

Gylfi er á sínu öðru tímabili hjá liði fólksins, í Bítlaborginni. Hann bar fyrirliðabandið hjá Everton í síðasta leik en Marco Silva, stjóri liðsins hefur mikla trú á Gylfa.

,,Hann er alveg rosalega öflugur leikmaður, það er hægt að byggja liðið í kringum hann,“ sagði Nevin þegar hann var spurður álits um Gylfa Þór. Nevin er goðsögn hjá Everton og Chelsea en þar átti hann góða tíma.

,,Hann sér leikinn á ótrúlegan hátt, þegar þú horfir á leikinn sem fyrrverandileikmaður sem var skapandi. Líkt og ég var, þá sérðu sendingarnar sem á að senda. Hann sendir boltann á réttu staðina, hann staðsetur sig rétt. Hann hefur hæfileika sem margir hafa ekki, hann skynjar allt í kringum sig.“

,,Af því að hann hefur þessa hæfileika, þá mun hann tengja strax við aðra leikmenn. Ef Walcott tekur hlaupin í svæðin, þá kemur boltinn þangað. Það er ekkert kannski, Gylfi mun finna hann. Hann hefur hæfileikana til að sjá leikinn þannig og sendingarnar hans rata á réttan stað.“

Nevin telur að hraðinn sem aðrir sóknarmenn Everton hafa, muni nýtast Gylfa vel. Hann muni vera duglegur að nýta það.

,,Þetta er draumurinn fyrir hann, að spila með Richarlison, Walcott og Bernanrd. Ef hann er með hraða fyrir framan sig, hæfileikar hans munu þá sjást. Hann þarf sóknarmennina ti að taka réttu hlaupin, þá finnur hann þá. Ef Cenk Tosun heldur áfram að taka sömu hlaup, þá mun hann byrja að skora.“

,,Það góða fyrir Tosun og aðra sóknarmenn er að hafa hæfileika Gylfa í liðinu. Ef þeir taka þessi hlaup þá mun boltinn oftar en ekki lenda í löppunum hjá þeim. Ég held að leikmenn njóti þess að spila með Gylfa.“

,,Hann er frábær í föstum leikatriðum, við þekkjum aukaspyrnurnar hans og hann getur komið í seinni bylgjunni í teiginn og skorað. Hann er einstakur leikmaður.“

Gylfi var fyrirliði Everton í síðasta leik og Nevin kann vel að meta það. ,,Það eru til mismunandi týpur af fyrirliðum, þú þarft ekki alltaf að vera öskrandi. Þú getur verið leiðtogi með góðu fordæmi,“ sagði Nevin.

,,Þú getur ekki horft á hann og sagt að hann leggi sig ekki fram, ef hann þarf að sinna meiri varnarvinnu. Þá gerir hann, Þar er hann ekki hættulegastur en hann gerir það sem þarf fyrir liðið.“

,,Stuðningsmenn Everton skilja það, stuðningsmenn liðsins vita hvað þeir eru að tala um. Ef leikmaður leggur sig alltaf fram, þá sjá stuðningsmenn Everton það. Þú getur séð hæfileikaríka leikmenn sem leggja sig ekki fram, það pirrar fólk. Þá eru leikmenn ekki að hámarka hæfileika sína.“

,,Alvöru leikmenn slaka aldrei á, þú vilt sjá leikmenn gefa sig alla í alla leiki og það gerir Gylfi Þór Sigurðsson.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Van Dijk vonar innilega að Chiesa verði áfram

Van Dijk vonar innilega að Chiesa verði áfram
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sammála um að Guardiola hafi logið að öllum í gær

Sammála um að Guardiola hafi logið að öllum í gær
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Enn eitt áfallið fyrir Chelsea

Enn eitt áfallið fyrir Chelsea
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ungur drengur í Bandaríkjunum vekur mikla athygli – Yfirgaf bílinn til að fá áritun frá hetjunni

Ungur drengur í Bandaríkjunum vekur mikla athygli – Yfirgaf bílinn til að fá áritun frá hetjunni
433Sport
Í gær

Daníel Tristan með stórleik og Ísak Snær heldur áfram að skora

Daníel Tristan með stórleik og Ísak Snær heldur áfram að skora
433Sport
Í gær

Ofurtölvan spáir United 12. sæti og Liverpool titlinum

Ofurtölvan spáir United 12. sæti og Liverpool titlinum
433Sport
Í gær

Arteta kannaði málið og allir völdu Ödegaard

Arteta kannaði málið og allir völdu Ödegaard
433Sport
Í gær

Allir í stúkunni stóðu saman og heiðruðu minningu Jota

Allir í stúkunni stóðu saman og heiðruðu minningu Jota