fbpx
Föstudagur 17.október 2025
433

Myndir: Sauð á Guardiola fyrir leik – Takk fyrir að verja okkur

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 5. apríl 2018 11:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool þarf að fara afar illa af ráðum sínum ef liðið ætlar sér ekki a vera með í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Liverpool gekk frá Manchester City í fyrir leik liðanna í átta liða úrslitum í gær, leikið var á Anfield. Mohamed Salah kom Liverpool yfir á tólftu mínútu leiksins, eftir mistök í varnarleik City hrökk boltinn til Roberto Firmino sem kom honum á Salah. Hinn sjóðheiti sóknarmaður lét ekki bjóða sér það tvisvar og setti boltann í netið.

Níu mínútum síðar var komið að Alex Oxlade-Chamberlain sem þrumaði knettinum í hornið fyrir utan teig. Geggjað mark frá enska miðjumanninum sem hefur stimplað sig hressilega inn í lið Liverpool. Það var síðan eftir rúman hálftíma sem Sadio Mané hlóð í þriðja markið og síðasta naglann i kistu City. Salah átti frábæra fyrirgjöf sem Mane skallaði framhjá Ederson í marki City.

City var ögn sterkari aðilinn í síðari hálfleik en lærisveinar Jurgen Klopp spiluðu agaðan varnarleik. Fyrir leik voru stuðningsmenn Liverpool með læti en þeir skemmdu rútu City með því að skjóta blysum í hana og kasta í hana öllu lauslegu.

Rútan er óökuhæf og hefur Liverpool sent frá sér yfirlýsingu og beðist afsökunar á atvikinu. Pep Guardiola var brjálaður fyrir leik og lét öryggisgæslu Liverpool heyra það.

,,Takk fyrir að verja okkur, takk svo mikið,“ sagði Guardiola.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir England ekki geta unnið HM ef Tuchel velur ekki þessa þrjá í hópinn

Segir England ekki geta unnið HM ef Tuchel velur ekki þessa þrjá í hópinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sigurvin rifjar upp óborganlega sögu af Ásgeiri El – „Hann var bara á tillanum að sýna mér sveifluna“

Sigurvin rifjar upp óborganlega sögu af Ásgeiri El – „Hann var bara á tillanum að sýna mér sveifluna“
433Sport
Í gær

Flýta leik í lokaumferð Bestu deildarinnar

Flýta leik í lokaumferð Bestu deildarinnar
433Sport
Í gær

Rekstur KSÍ á áætlun en aukinn kostnaður í einum málaflokki til umræðu

Rekstur KSÍ á áætlun en aukinn kostnaður í einum málaflokki til umræðu