fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433

Íslenskur hönnuður sakar ERREA um nísku – Ósátt með KSÍ

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 15. mars 2018 19:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Linda Björ Árnadóttir hönnuður gagnrýnir ERREA og KSÍ fyrir hvernig var staðið að því að hanna nýjan landsliðsbúning.

Nýr landsliðsbúningur var kynntur í höfuðstöðvum KSÍ í dag og hefur almennt vakið mikla lukku.

Linda er hins vegar ekki sátt með ERREA og KSÍ og sakar meðal annars ítalska fyrirtækið um nísku en ERREA hafði samband við Lindu.

Meira:
Sjáðu myndirnar – Nýr búningur Íslands


,,Ljóst var að hönnun á slíkum búning er heilmikil vinna. Í ljós koma að ERREA vildi einungis greiða 100 þús fyrir vinningstilöguna en 30 þús fyrir aðrar innsendar tillögur. Ég mótmælti þessum upphæðum sem mér fannst niðurlægjandi fyrir hönnuði og á endanum hækkaði fyrirtækið upphæðirnar í 150/50 þús. Ég sendi út formleg boð til viðkomandi hönnuða og ég veit fyrir víst að allavega einn skilaði inn tillögu. Ég kom ekki frekar að þessu máli og ERREA svaraði ekki fyrirspurn minni um innsendar tillögur en læt mér detta í hug að einhverjir hafi ekki skilað inn vegna þess hve upphæðir voru lágar,“
skrifar Linda í ítarlegum pistli á Facebook.

Hún er einnig ósátt með KSÍ hvernig þeir stóðu sig í málinu.

,,Er í alvöru ekki hægt að greiða hönnuðum fyrir vinnu sína? Nú hefur komið í ljós að ítalskur hönnuður hefur hannað hina nýju treyju og hinni íslensku samkeppninni stungið undir stól. Það eru augljóslega til peningar í þessu verkefni en samt má ALLS EKKI greiða íslenskum hönnuðum fyrir vinnu sína. Ég er mjög svekkt út í íslensk fótboltayfirvöld vegna þesa máls,“ skrifar Linda en pistill Lindu er í heild hér að neðan.

Pistill Lindu í heild:
Á haustmánuðum hafði samband við mig forsvarsmaður ERREA á Íslandi og hafði áhuga á því að stofna til samkeppni meðal valdra íslenskra hönnuða um hönnum á hinni nýju íslensku fótboltatreyju sem framleiða átti fyrir HM 2018.

Þetta gladdi mig mikið, að loskins ætti að gefa íslenskum hönnuðum tækifæri að hanna keppnisbúning á íslenska landsliðið. Uppi voru hugmyndir um íslenska þjóðin fengi kjósa á netinu á millli þriggja hugmynda. Mér var falið að skrifa samkeppnislýsingu og velja hönnuði til að taka þátt í samkepnninni. Hafi ég hafði samband við 3 hönnuði sem allir höfðu komið að hönnun íþróttafatnaðar .

Ljóst var að hönnun á slíkum búning er heilmikil vinna. Í ljós koma að ERREA vildi einungis greiða 100 þús fyrir vinningstilöguna en 30 þús fyrir aðrar innsendar tillögur. Ég mótmælti þessum upphæðum sem mér fannst niðurlægjandi fyrir hönnuði og á endanum hækkaði fyrirtækið upphæðirnar í 150/50 þús. Ég sendi út formleg boð til viðkomandi hönnuða og ég veit fyrir víst að allavega einn skilaði inn tillögu. Ég kom ekki frekar að þessu máli og ERREA svaraði ekki fyrirspurn minni um innsendar tillögur en læt mér detta í hug að einhverjir hafi ekki skilað inn vegna þess hve upphæðir voru lágar.

Mér finnst líklegt að framleiðsla á einni treyju kosti innan við 100 ísk og að seldar hafi verið allavega 50-60 þús treyjur af EM 2016 týpunni. Hún kostar um 6000 í heildsölu og 9990 á errea.is

Er í alvöru ekki hægt að greiða hönnuðum fyrir vinnu sína?
Nú hefur komið í ljós að ítalskur hönnuður hefur hannað hina nýju treyju og hinni íslensku samkeppninni stungið undir stól. Það eru augljóslega til peningar í þessu verkefni en samt má ALLS EKKI greiða íslenskum hönnuðum fyrir vinnu sína. Ég er mjög svekkt út í íslensk fótboltayfirvöld vegna þesa máls.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Salah æðið heldur áfram í Egyptalandi – 99 prósent þjóðarinnar styðja hann

Salah æðið heldur áfram í Egyptalandi – 99 prósent þjóðarinnar styðja hann
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

United leitar til FIFA og telur að hafa verið brotið á sér á mánudag

United leitar til FIFA og telur að hafa verið brotið á sér á mánudag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vill fara frá Chelsea í janúar

Vill fara frá Chelsea í janúar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Solskjær vildi kaupa þessa þrjá til United – Fékk í staðin þessa leikmenn

Solskjær vildi kaupa þessa þrjá til United – Fékk í staðin þessa leikmenn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Rekinn úr vinnu á sama tíma og hundurinn hans hvarf

Rekinn úr vinnu á sama tíma og hundurinn hans hvarf
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Nýtt mynband af Ruben Amorim vekur athygli – Öskraði af reiði á bekkinn

Nýtt mynband af Ruben Amorim vekur athygli – Öskraði af reiði á bekkinn
433Sport
Í gær

Yfirmaðurinn færir Chelsea vondar fréttir

Yfirmaðurinn færir Chelsea vondar fréttir
433Sport
Í gær

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham