fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
433

Þjálfari Mexíkó segir að það sé eitthvað stórkostlegt í gangi á Íslandi

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 19. janúar 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

HM í Rússlandi fer fram í sumar og er Ísland með á mótinu í fyrsta sinn í sögunni.

Að komast á HM er stórt afrek sem hefur ekki farið framhjá heimsbyggðinni og hefur Ísland vakið mikla athygli fyrir vasklega framgöngu á knattspyrnuvellinum, undanfarin ár.

Íslenska liðið gerði sér lítið fyrir og vann undanriðil sinn en riðillinn var einn sá sterkasti í undankeppninni.

Ísland mun svo leika í D-riðli Heimsmeistaramótsins ásamt Argentínu, Króatíu og Nígeríu og þykir riðillinn einn sá sterkasti á HM.

Juan Carlos Osorio, þjálfari Mexíkó hrósaði íslenska liðinu mikið í viðtali við FIFA á dögunum.

„Ísland er frábær fyrirmynd fyrir aðrar þjóðir,“ sagði þjálfarinn.

„Land sem er með undir 500.000 íbúa, þeir komust alla leið í 8-liða úrslit Evrópumótsins og eru núna komnir á HM.“

„Þetta sýnir að það er eitthvað stórskostlegt í gangi þarna,“ sagði þjálfarinn að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

United horfir til Mbeumo
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Útsendari Real Madrid var mættur til London um helgina og sá tap Arsenal

Útsendari Real Madrid var mættur til London um helgina og sá tap Arsenal
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Svona gæti byrjunarlið Real Madrid litið út með Trent

Svona gæti byrjunarlið Real Madrid litið út með Trent
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu hjartnæma kveðju Trent nú þegar hann fer frá Liverpool

Sjáðu hjartnæma kveðju Trent nú þegar hann fer frá Liverpool
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Greenwood vill ólmur mæta aftur til Englands

Greenwood vill ólmur mæta aftur til Englands
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Unnustan og tengdapabbinn létu hann lána sér 400 milljónir sem hann fær aldrei aftur

Unnustan og tengdapabbinn létu hann lána sér 400 milljónir sem hann fær aldrei aftur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ætla að byggja 1400 íbúðir merktar knattspyrnufélagi

Ætla að byggja 1400 íbúðir merktar knattspyrnufélagi