Lucas Moura, leikmaður Tottenham, upplifði hræðilega tíma undir stjórn Unai Emery hjá Paris Saitn-Germain.
Lucas var nánast ekkert notaður á öðru tímabili Emery hjá PSG og segir að hann hafi aldrei upplifað erfiðari tíma.
Lucas var svo seldur til Tottenham í janúarglugganum á þessu ári og skoraði tvennu í 3-0 sigri liðsins á Manchester United á mánudag.
,,Þetta var mjög erfitt. Þetta voru erfiðustu sjö mánuðir lífs míns,” sagði Lucas við ESPN.
,,Ég hafði átt gríðarlega gott tímabil árið áður og var næst markahæsti leikmaður liðsins á eftir Edinson Cavani.”
,,Svo á næsta tímabili fékk ég aldrei kallið. Ég mætti á æfingar en var aldrei notaður í lekjum. Ég fór bara heim.”
,,Þetta var mjög ertfitt en ég hélt áfram og lagði mig fram. Guð gaf mér svo bestu gjöf lífsins, son minn.”