Cristiano Ronaldo, leikmaður Juventus á Ítalíu, skoraði fallegasta mark síðasta tímabils.
UEFA greindi frá þessu í dag en Ronaldo skoraði markið fyrir Real Madrid einmitt gegn Juventus í Meistaradeildinni.
Portúgalinn skoraði stórkostlegt hjólhestaspyrnumark í 2-0 sigri á Juventus í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.
Það mark hjálpaði Real að komast í úrslit keppninnar og vann liðið að lokum Liverpool í úrslitum, 3-1.
Ronaldo birti sjálfur myndband af markinu á Twitter í dag og þakkaði fyrir stuðninginn.
Markið má sjá hér.
Thanks to everyone who voted for me. Will never forget that moment, specially the reaction of the fans in the stadium. #UEFA Goal of the Season #SpecialMoment pic.twitter.com/9teapgD9MW
— Cristiano Ronaldo (@Cristiano) 28 August 2018