fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Ótrúlegar lokamínútur er Valur vann Fjölni í átta marka leik

Victor Pálsson
Laugardaginn 25. ágúst 2018 21:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur 5-3 Fjölnir
1-0 Sigurður Egill Lárusson(45′)
2-0 Dion Acoff(48′)
2-1 Guðmundur Karl Guðmundsson(57′)
3-1 Torfi Tímoteus Gunnarsson(sjálfsmark, 67′)
3-2 Ægir Jarl Jónasson(85′)
4-2 Guðjón Pétur Lýðsson(87′)
5-2 Patrick Pedersen(91′)
5-3 Hans Viktor Guðmundsson(93′)

Valur er með þriggja stiga forskot á toppi Pepsi-deildar karla en liðið mætti Fjölni á Origo-vellinum í kvöld.

Valsmenn þurftu að hafa fyrir hlutunum í kvöld en þeir höfðu að lokum betur með fimm mörkum gegn þremur!

Sigurður Egill Lárusson kom Val yfir undir lok fyrri hálfleiks með stórkostlegu marki áður en Dion Acoff bætti við öðru snemma í síðari hálfleik.

Guðmundur Karl Guðmundsson lagaði svo stöðuna fyrir Fjölni áður en Torfi Tímoteus Gunnarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark fyrir gestina.

Ægir Jarl Jónasson skoraði svo annað mark Fjölnis undir lok leiksins áður en Guðjón Pétur Lýðsson og Patrick Pedersen gerðu tvö mörk til viðbótar fyrir Val og staðan orðin 5-2.

Hans Viktor Guðmundsson skoraði svo þriðja mark Fjölnis í uppbótartíma og lokastaðan 5-3 í ótrúlegum leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stjarna United frumsýndi nýja kærustu – Vann áður á McDonald’s

Stjarna United frumsýndi nýja kærustu – Vann áður á McDonald’s
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu