fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Mynd: Eiður Smári og borgarstjórinn mættust í góðgerðarleik í dag

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 14. apríl 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag fór fram góðgerðarleikur fyrir FC Sækó en leikið var í Egilshöll. Þangað voru margir þjóðþekktir einstaklingar mættir.

Verkefnið FC Sækó eða „geðveikur fótbolti“ hófst í Nóvember 2011 sem samstarfsverkefni Hlutverkaseturs, Velferðarsviðs Reykjavíkur og geðsviðs Landspítalans, en FC Sækó er sjálfstætt íþróttafélag.

Tilgangur þess er að efla og auka virkni fólks með geðraskanir og gefa þeim tækifæri til að iðka knattspyrnu sem og að draga úr fordómum. Markmið FC Sækó er fyrst og fremst til efla andlega og líkamlega heilsu fólks, vera sýnileg og hafa gaman. Á æfingum eða í leikjum eru allir jafnir og þannig styðjum við hvort annað og drögum við úr fordómum.

Liðið safnar sér nú fyrir æfingaferð og var því settur upp góðgerðarleikur, þangað var mættur Eiður Smári Guðjohnsen. Einn besti knattspyrnumaður Íslands og einnig Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Sá var sáttur að mæta Eiði.

,,Takk fyrir skemmtilegan dag og frábæran leik og góðan stuðning við #fcsækó. Heiður fyrir gamlan bakvörður úr Árbænum að fá að mæta þér á vellinum @Eidur22Official – nú get ég glaður lagt skóna á hilluna,“ skrifaði Dagur á Twitter.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Útför Diogo Jota hefst í dag og lýkur á morgun

Útför Diogo Jota hefst í dag og lýkur á morgun
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Breska ríkissjónvarpið setur stórt spurningamerki við að velja Ísland

Breska ríkissjónvarpið setur stórt spurningamerki við að velja Ísland
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Enn einn markmaðurinn orðaður við Chelsea

Enn einn markmaðurinn orðaður við Chelsea
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sancho sagður klár í að lækka í launum og fara til Juventus

Sancho sagður klár í að lækka í launum og fara til Juventus