fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Sport

Rikki G gjörsamlega tapaði sér í lýsingu: Sjáðu myndband

Rak upp ljónöskur eftir mark Danny Welbeck – Sigurmark á lokamínútum í toppslag

Ritstjórn DV
Mánudaginn 15. febrúar 2016 12:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkharður Óskar Guðnason, eða Rikki G eins og íþróttafréttamaðurinn er jafnan kallaður, hélt svo sannarlega ekki aftur að sér við lýsingu leiks Arsenal og Leicester í gær. Undir lok leiks skoraði Danny Welbeck, leikmaður Arsenal, sigurmarkið og segja má að Rikki hafi gjörsamlega tapað sér.

Mikið var í húfi fyrir bæði lið en Leicester var í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar á meðan Arsenal var í því þriðja og munaði fimm stigum á liðunum.

Leicester komst yfir undir lok fyrri hálfleiks þegar að sóknarmaðurinn Jamie Vardy skoraði úr vítaspyrnu.

Snemma í síðari hálfleik fékk svo leikmaður Leicester rautt spjald og þeir því manni færri það sem eftir leið leiks. Arsenal tókst að nýta sér liðsmuninn og skora mark þegar síðari hálfleikur var um það bil hálfnaður.

Allt stefndi í jafntefli en á lokamínútu leiksins skoraði Welbeck, í fyrsta leik sínum með Arsenal á tímabilinu, sigurmark leiksins. Við það rak Rikki, sem lýsti leiknum á Stöð 2 sport, ljónsöskur sem vakið hefur talsverða athygli.

Hér má sjá myndband af markinu og heyra viðbrögð Rikka.

//platform.twitter.com/widgets.js

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þýsku risarnir reyna að fá leikmann Brighton á láni

Þýsku risarnir reyna að fá leikmann Brighton á láni
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Efnilegur miðjumaður United á leið á láni í næst efstu deild

Efnilegur miðjumaður United á leið á láni í næst efstu deild
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Tottenham að ræsa vélina og ætla sér að kaupa Eze

Tottenham að ræsa vélina og ætla sér að kaupa Eze
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mun City reyna að stela Simons af Chelsea?

Mun City reyna að stela Simons af Chelsea?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lögreglan í Svíþjóð rannsakar hvort skotárás og fjárkúgun tengist kaupum Arsenal

Lögreglan í Svíþjóð rannsakar hvort skotárás og fjárkúgun tengist kaupum Arsenal
433Sport
Í gær

City hefur samband við Donnarumma

City hefur samband við Donnarumma
433Sport
Í gær

Stórfurðuleg ástæða þess að Rojo má ekki bera nafnið á bakinu

Stórfurðuleg ástæða þess að Rojo má ekki bera nafnið á bakinu
433Sport
Í gær

Grealish hringdi í Rooney fyrir skiptin – ,,Vona að hann sé ánægður“

Grealish hringdi í Rooney fyrir skiptin – ,,Vona að hann sé ánægður“
433Sport
Í gær

Hurzeler óttast ekki að missa Baleba

Hurzeler óttast ekki að missa Baleba