fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Björn Valur orðinn Sigmundur Davíð Vinstri grænna?

Ritstjórn DV
Föstudaginn 9. desember 2016 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ýmsir hafa klórað sér í kollinum að undanförnu yfir framgöngu varaformanns VG, Björns Vals Gíslasonar, frá síðustu kosningum. Meðan að á stjórnarmyndunarviðræðum hefur staðið hefur Björn Valur ritað hvern pistilinn á fætur öðrum á heimasíðu sína þar sem hann hefur lagt eitt og annað til málanna, og misvinsælt. Þannig skrifaði Björn Valur að hryggjarstykkið í næstu ríkisstjórn yrðu ekki miklar og hraðar kerfisbreytingar. Þetta kom við kaunin á mörgum, samflokksmönnum Björns Vals sem og öðrum, enda mikil áhersla verið lögð á svokallaðar kerfisbreytingar í landbúnaði, sjávarútvegi, stjórnarskrármálum og fleiru af hálfu hugsanlegra samstarfsflokka VG takist að mynda fimm flokka stjórn frá miðju til vinstri.

Innan VG er fullyrt að Björn Valur hafi með þessum skrifum beinlínis verið að vinna gegn myndun slíkrar ríkisstjórnar. Hann sé enda áfram um að VG fari í samstarf með Sjálfstæðisflokki, enda sjái hann fram á að fleiri ráðherrastólar verði þá til skiptanna. Björn Valur mun ætla sér einn slíkan í krafti varaformannsembættisins. Hins vegar er hann nokkurn veginn alveg einn um þá afstöðu innan VG og er Björn Valur raunar orðinn svo einangraður innan flokksins að haft er þar í flimtingum að hann sé orðinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Vinstri grænna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“