fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Matur

Súkkulaði getur komið í veg fyrir offitu

Ritstjórn DV
Laugardaginn 26. janúar 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lengi hefur súkkulaði verið talið til eins þeirra þátta sem orsaka þyngdaraukningu og offitu en nú segja vísindamenn að súkkulaði geti gagnast í að koma í veg fyrir offitu og sykursýki 2. Þetta eru auðvitað frábærar fréttir fyrir alla aðdáendur súkkulaðis.

Niðurstöður rannsóknar sýna að í kakói er andoxunarefni sem getur komið í veg fyrir þyngdaraukningu og lækkað magn blóðsykurs í líkamanum. Vísindamennirnir sem gerður rannsóknina segja að einnig séu vísbendingar um að neysla á dökku súkkulaði geti eflt heilastarfsemina, dregið úr matarlyst og lækkað blóðsykurinn.

Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í The Journal of Agricultural and Food Chemistry og þar kemur fram að andoxunarefni í kakói hafi komið í veg fyrir þyngdaraukningu hjá músum og hafi lækkað blóðsykurmagnið.

Dr. Andrew Neilson og aðrir sem gerðu rannsóknina segja að þetta sé vegna þess að kakó, sem er eitt af grunnefnunum í súkkulaði, innihaldi mikið magn af flavonóíði því það er andoxunarefni og hefur sýnt sig að gagnist í baráttu við offitu og sykursýki 2.

Flavonóíð er til í mörgum útgáfum og eru þær mishollar og margar útgáfur af því er að finna í kakói. Vísindamennirnir reyndu því að finna út hver áhrif hinna mismunandi útgáfa væru. Mýs voru því látnar prufa margvíslegt mataræði, allt frá mjög fituríku til fitulítils og fituríkt með viðbættum ýmsum tegundum af flavonóíði. Í ljós kom að ein tegund andoxunarefnisins, oligomeric procyanidins, var góð viðbót við mataræðið og skilaði mestum árangri í að halda aftur af þyngdaraukningu ef mýsnar voru á mjög fituríku mataræði. Efnið bætti einnig þol músanna gegn glúkósa sem getur hugsanlega gagnast í að koma í veg fyrir sykursýki 2.

Daily Mail segir að vísindamennirnir hafi sagt að oligomeric procyanidins virðist gagnast best af öllum þeim flavonóíðum sem eru í kakói.

Nokkrum dögum áður en niðurstöður þessarar rannsóknar voru birtar var skýrt frá niðurstöðum vísindamanna við Louisiana State University um að dökkt súkkulaði geti minnkað blóðþrýsting og bætt ástand hjartans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“