fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Matur

Lágstemmd brúðarterta umdeildasta piparsveins í heimi

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 17. janúar 2019 16:10

Hamingjusöm hjón.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arie Luyendyk, stjarna 22. þáttaraðar af raunveruleikaþættinum The Bachelor, gekk að eiga unnustu sína Lauren Burnham þann 12. janúar síðastliðinn. Lauren var einmitt keppandi í The Bachelor, en samband þeirra Arie var ansi umdeilt á sínum tíma. Arie nefnilega valdi konuna Beccu Kufrin í lokaþætti The Bachelor til að vera sín heittelskaða. Síðan hætti hann við og endaði á að biðja Lauren um giftast sér.

Stjórnandi The Bachelor gaf þau saman.

Nú er parið búið að ganga í það heilaga, en þau eiga einnig von á sínu fyrsta barni, lítilli stúlku. Til að fullkomna brúðkaupið var það Chris Harrison, þáttarstjórnandi The Bachelor, sá sem gaf þau saman.

Fyrsti kossinn.

Tímaritið Us Magazine birtir myndir úr brúðkaupinu en á einni myndinni sjást hjónin gæða sér á brúðartertunni, sem er heldur betur fábrotin, en undurfögur. Kakan var fjögurra laga kaka, skreytt með gulllaufum og smjörkremsblómum og úr smiðju bakarísins Cake Fanatics.

Mata hvort annað.

Kvöldmaturinn var ekki af verri endanum og gátu gestir valið á milli sirloin-steikur eða fisks.

Dansandi glöð.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“