fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Matur

Costco uppfyllir drauma ketó-liða: „Mér finnst þetta ofboðslega gómsætt!“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 10. janúar 2019 09:49

Rúllurnar umtöluðu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Costco er greinilega með puttann á púlsinum og hefur nú sett sérstakar lágkolvetna ostarúllur á markað í Bandaríkjunum frá fyrirtækinu Lotito.

Hægt er að fá ostarúllurnar með þremur mismunandi ostum: cheddar, parmesan og Jarlsberg. Þessar rúllur henta þeim sem borða eftir ketó-mataræðinu fullkomlega þar sem þær innihalda eitt gramm af kolvetnum í hverjum hundrað grömmum. Þá henta rúllurnar einnig fleirum sem eru með takmarkanir í mataræði þar sem þær eru laktósa- og glútenfríar, innihelda enga sterkju, hveiti eða viðbættan sykur.

Mælt er með því að hita rúllurnar upp í örbylgjuofni en auðvitað er hægt að leika sér með þetta matvæli eins og hverjum sýnist

Rúllurnar hafa hlotið frægð á samfélagsmiðlum og virðast Instagram-notendur hæstánægðir með þessa nýjung.

„Mér finnst þetta ofboðslega gómsætt og þetta virkar vel kalt,“ skrifar einn og annar er sammála.

https://www.instagram.com/p/BsRc0SEAf80/

„Þær eru ljúffengar!!! Þær detta í sundur þegar að heitu kjöti er bætt við þær en ég borðaði þetta bara með gaffli.“

https://www.instagram.com/p/BsJ5L4DBtNo/

Rúllurnar eru nú þegar fáanlegar í fleiri verslunum vestan hafs, svo sem Sunset Foods, Gelson‘s og Rosauers, og nú verðum við að krossa fingur að þær komi einhvern tímann til Íslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum