fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Matur

Nýtt Oreo-kex kemur matgæðingum í uppnám: „Guð minn góður, ég æli“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 8. janúar 2019 22:00

Kexruglað drama.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

The Junk Food Aisle er vinsæll reikningur á Instagram og halda forsvarsmenn hans því fram að ný tegund af Oreo séu væntanleg á þessu ári. Ku það vera Oreo-kex með smjörpoppsbragði.

Á Junk Food Aisle er því haldið fram að kremið sem heldur kexinu saman minni helst á ananas og er þessari tegund líkt við hlaupbaunina með smjörpoppsbragði, sem er ekki í uppáhaldi margra.

https://www.instagram.com/p/BsOEHWUlcCu/

Í athugasemdum við færsluna eru margir sem eru til í að smakka nýja kexið. Hins vegar eru einnig afar margir sem komast í uppnám við þessar fréttir. Orð eins og ógeðslegt, viðbjóður og hryllilegt koma margoft fyrir í athugasemdakerfinu og fólki er ekki skemmt yfir þessu nýjasta útspili Oreo.

„Ég veit ekki hvernig mér á að líða yfir þessu…“ skrifar einn notandi. „Þetta er gengur of langt,“ bætir annar við.

„Guð minn góður, ég æli,“ skrifar Instagrammari sem er í miklu uppnámi, líkt og þessi: „Ég elska Oreo og popp en að hugsa um þetta tvennt saman lætur mér líða illa.“

„Þetta hljómar viðbjóðslega,“ skrifar einn og enn annar bætir við: „Ógeðslegt! Ég elska Oreo og popp en ekki poppOreo.“

Hvað segja lesendur DV? Eru þetta mistök hjá Oreo?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum