fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Matur

Sjónvarpsstjarna í dúndurformi á fimmtugsaldri: Fylgir víkingaaðferð Svövu og hefur sjaldan litið betur út

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 2. janúar 2019 17:30

Amanda Holden elskar að hugsa vel um sig.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsstjarnan og leik- og sönkonan Amanda Holden, sem er hvað þekktust fyrir að vera dómari í raunveruleikaþættinum Britain‘s Got Talent, eyddi jólunum í Bahrain með eiginmanni sínum, Chris Hughes, og dætrum þeirra Hollie og Alexu. Amanda hefur leyft fylgjendum sínum á Instagram að fylgjast vel með og eins og sést á myndunum og myndböndunum er Amanda, sem er 47 ára, í dúndurformi.

https://www.instagram.com/p/BsAlBrJHL9i/

Á vef Mirror kemur fram að Amanda elski að hreyfa sig og borða hollan mat, en einnig að hún fylgi víkingaaðferðinni svokölluðu sem búin er til af íslensku hreystikonunni Svövu Sigbertsdóttur. Svava hefur ferðast um allan heim til að kynna aðferðina, sem hefur heillað stjörnur á borð við fyrirsætuna Suki Watherhouse og Pussy Cat Dolls-forsöngkonuna Nicole Scherzinger.

Skjáskot af heimasíðu víkingaaðferðarinnar með Svövu í forgrunni.

Hægt er að kaupa víkingaprógramm á heimasíðu Svövu en æfingarnar ku vera ansi mikil áskorun fyrir fólk í hvaða formi sem er. Þá fylgir einnig matarprógramm með sem snýst alls ekki um að telja kaloríur og vigta matinn, ef marka má heimasíðu Svövu. Þar segir að víkingar fái uppskriftir og leiðbeiningar og að næringin í víkingaaðferðinni snúist um gott prótein, holla fitu og orkurík kolvetni sem skipt er í tvo hópa: kolvetni sem má borða daglega og kolvetni sem má stundum borða. Það fer allt eftir því hvort víkingar fari á æfingu yfir daginn eða hvíli.

Það sem heillar fólk hvað helst við víkingaaðferðina er hugsunarhátturinn á bak við hana.

„Þetta snýst ekki um að líta út á vissan hátt. Þetta snýst um að vera á vissan hátt. Kraftmikil. Sjálfsörugg. Snör. Sterk. Fim.“

https://www.instagram.com/p/BqI5Jf2H4Ld/

Þeir sem fylgjast með fyrrnefndri Amöndu á samfélagsmiðlum taka eftir að kviðvöðvar hennar eru afar stæltir. Svava sagði nýlega í viðtali við Daily Mail að Amanda væri draumakúnni.

„Amanda er eins og flugeldur. Hún gefst aldrei upp á æfingum, sama hve erfiðar þær eru,“ sagi hún og bætti við:

„Hún gefst aldrei upp. Það er leyndarmálið hennar.“

https://www.instagram.com/p/Br-wXiZHMaU/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“