Samfélagsmiðlastjörnur og áhrifavaldar voru duglegir að sýna fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum hvernig þeir fögnuðu áramótunum og hafa þeir sem fylgjast vel með geta eytt mörgum klukkustundum að fara í gegnum sína eftirlætis áhrifavalda og þeirra hátíðarhöld.
Eitt íburðarmesta áramótapartíið var án efa hjá áhrifavaldinum Birgittu Líf Björnsdóttir, dóttur World Class-hjónanna, sem bauð í teiti í íbúð sinni í Skuggahverfinu í Reykjavík.
Birgitta setti margar myndir af herlegheitunum í sögu sína á Instagram og má með sanni segja að kampavínið hafi flætt. Þá var Birgitta einnig með það sem hún kallar útibar, þar sem mátti meðal annars sjá bjór og sæder fyrir gesti.
Einnig voru allar skreytingar til fyrirmyndar hjá þessari smekkkonu, sem fagnaði áramótunum með vinum og fjölskyldu.
https://www.instagram.com/p/BsENg98lZML/