fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
FréttirLeiðari

Mögnuð Ófærð

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 26. janúar 2016 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsþáttaserían Ófærð sem Ríkisútvarpið sýnir þessa dagana er magnað sjónvarpsefni. Þarna er drjúgur hluti af okkar öflugustu og reyndustu leikurum í bland við aðra sem eru óreyndari. Baltasar yfirleikstjóri Íslands ber ábyrgðina. Hún hvílir á hans herðum. Hans verður hrósið eða hnjóðið, allt eftir því hvernig áhorfendur kunna að meta efnið.

Það er gaman að sjá menningarlegan hápunkt Íslands á ríkissjónvarpsstöðinni. Serían er mögnuð saga og vonandi heldur hún allt til enda. Auðvitað eru þættirnir umdeildir, en það er alltaf og vonandi verður aldrei gerð sjónvarpsþáttasería sem öllum finnst stórkostleg.

Til að njóta Ófærðar í botn er nauðsynlegt að hengja sig ekki í smáatriði, miklu frekar að halla sér aftur og njóta sögunnar. Að sjálfsögðu eru göt í handritinu en þau eru minniháttar og bara hluti af því að auka umtal og skoðanaskipti um þættina.

Ríkissjónvarpið færist skör ofar með þessum þáttum. Þarna uppfyllir það hlutverk sitt og gott betur. Baltasar Kormákur sannar líka í enn eitt skiptið að hann veldur verkefnum af stærstu gerð og það á hvaða sviði sem er.

Blessunarlega hefur verið ákveðin gróska í framleiðslu sjónvarpsþátta síðustu ár. Þar má horfa til vandaðrar framleiðslu á borð við þáttaraðirnar Pressu og Rétt. Ófærð ber hins vegar höfuð og herðar yfir annað efni sem boðið hefur verið upp á úr smiðju íslenskra höfunda og leikstjóra.

Svona gæðaefni í skammdeginu er ómetanlegt. Það eru líka ómælanleg listræn margfeldisáhrif af seríu sem þessari. Að sama skapi verður til dýrmæt reynsla á öllum þeim sviðum sem snúa að kvikmyndageiranum.

Það ber líka að þakka Ríkisútvarpinu fyrir að takast þetta risavaxna verkefni á hendur. Ófærð og sambærilegt efni gæti einmitt verið sá björgunarhringur sem þörf er á fyrir „línulega dagskrá“ sjónvarps. Það verða til gæðastundir á heimilum landsins fyrir framan sjónvarpið. Það er mikilvægt fyrir alla aðila.

Vel gert Baltasar og áhöfn. Vel gert Ríkisútvarp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum
Hera úr leik
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Íslenskur flugdólgur um borð í vél frá Play handtekinn í Alicante

Íslenskur flugdólgur um borð í vél frá Play handtekinn í Alicante
Fréttir
Í gær

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar
Fréttir
Í gær

Óli Palli ætlar ekki að horfa á Eurovision – Ísrael sé „hræðilegasta hrekkjusvín í öllum heiminum“

Óli Palli ætlar ekki að horfa á Eurovision – Ísrael sé „hræðilegasta hrekkjusvín í öllum heiminum“
Fréttir
Í gær

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“
Fréttir
Í gær

Sagt upp eftir að hún krafðist leiðréttingar á kjörum sínum vegna meintrar mismununar

Sagt upp eftir að hún krafðist leiðréttingar á kjörum sínum vegna meintrar mismununar
Fréttir
Í gær

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina