fbpx
Laugardagur 15.desember 2018
Fréttir

Nágrannar óttaslegnir – Guðmundur Ellert sagður mættur á svæðið – Líkt við Lúkasarmálið

Ritstjórn DV
Mánudaginn 24. september 2018 10:39

Ljóst er að íbúar í Ásbrú í Reykjanesbæ eru uggandi yfir nýjum nágranna, Guðmundi Ellert Björnssyni, fyrrverandi starfsmanni Barnaverndar Reykjavíkur sem var nýverið sýknaður af ákæru um kynferðisbrot gegn fjórum börnum. Undanfarna daga hafa nokkrir varað við komu hans innan Facebook-hópa ætluðum íbúum á svæðinu. Þeim færslum hefur þó ávallt verið eytt, meðal annars með þeim rökum að Guðmundur Ellert hafi verið sýknaður í héraðsdómi.

Dómari í málinu, Bergþóra Ingólfsdóttir, mat það svo að ákæruvaldinu hefði ekki tekist að sanna nægilega vel sekt Guðmundar í öllum ákærunum. Í dómnum kemur fram að þrír ákæranda Guðmundar deildu rúmi með honum. Talsmaður meintra þolenda sögðu nýverið í samtali við DV að sýknunin hafi verið áfall fyrir þau. Þau töldu að réttarkerfið hafi brugðist þeim. Málinu verið áfrýjað.

Sýknudómur virðist ekki hafa sannfært íbúa í Reykjanesbæ um sakleysi Guðmundar Ellerts. Ein kona, Birna Kristel, skrifaði færslu á Facebook um málið og hefur henni verið deilt tæplega 300 sinnum en þar segir meðal annars að hann hafi verið grunaður um að hafa misnotað börn. „NÚNA BÝR HANN Á ÁSBRÚ Í REYKJANESBÆ ( blokk 953 er haldið ) og vann hann hjá barnavernd í Reykjavík en var sýknaður gegn ákæru á fjórum börnum. Allir vinsamlega deila um þetta ógeð,“ segir Birna.

Fjöldi fólks skrifar athugasemd við þá færslu og virðist fólks skiptast í tvær fylkingar, annars vegar þeim sem er verulega brugðið vegna komu hans og hins vegar þeir sem benda á að hann hafi verið sýknaður. „Vissi af þessu, langar ekki að börnin mín fari út að leika hérna í hverfinu ein,“ skrifar ein kona. Einn maður, sem segist búa í sömu blokk og Guðmundur Ellert, segist hafa bankað upp á hjá honum: „ Reyndum að banka 3 uppá hjá honum, hann svarar ekki og heyrist í honum segja krökkunum að þetta sé í lagi og ekki svara.“

Sjá einnig: Guðmundur Ellert sakaður um ógeðfelld brot gegn börnum: „Fróað honum og hlegið svo eftir“

Þá greinir maður að nafni Brynjar frá því að Guðmundi Ellert hafi verið sýnd íbúð í blokk þar sem hann er búsettur.

„Ég annar íbúi þar hringdum í fasteignasalan og létum vita að hann kæmi ekki þar inn og ef það myndi ske að honum yrði selt þar þá fengi hann ekki frið.“

Einn maður segir þó að þessi viðbrögð minni sig á Lúkasarmálið alræmda. „Var hann ekki sýknaður af öllum ákærum? Er rétt að ráðast að manni sem hefur farið fyrir dóm og fengið sýknu? Þetta er að taka fólk af lífi án dóms (það var reynt) og laga,“ segir maðurinn og heldur áfram: „Ég vona að enginn ykkar lendi í viðlíka aðstæðum um að vera sakaður um eitthvað sem ekki tekst að sanna og þið eigið erfitt með að afsanna. Alla vegna minni ég ykkur á Lúkasar málið á akureyri þegar hundur strauk en piltur var sakaður um að hafa með hrottalegum hætti drepið hann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Snarlúkkar þessi kerra!
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfir 50 karlmenn grunaðir um að hafa greitt fyrir kynlíf með fatlaðri konu

Yfir 50 karlmenn grunaðir um að hafa greitt fyrir kynlíf með fatlaðri konu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Silja Dögg: „Ég fór að gráta úti í bíl“

Silja Dögg: „Ég fór að gráta úti í bíl“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bára fengi peningana sem myndu safnast en Tryggingastofnun tæki vextina

Bára fengi peningana sem myndu safnast en Tryggingastofnun tæki vextina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spádómur Stefáns um dómsmálið gegn Báru: „Ákveðinn hópur fólks verður búinn að gleyma smáatriðum málsins“

Spádómur Stefáns um dómsmálið gegn Báru: „Ákveðinn hópur fólks verður búinn að gleyma smáatriðum málsins“