fbpx
Fimmtudagur 13.desember 2018
Fréttir

Áttan og Hamborgarafabrikkan sökuð um rasisma: „Blackface borgarinn“ – „Er það bara staðreyndin að hún sé að líkja hamborgara við skaufa?“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 7. ágúst 2018 12:50

Miðvikudaginn næstkomandi mun Hamborgarafabrikkan í samstarfi við samfélagsmiðlahópinn Áttuna hefja sölu á nýjum hamborgara. Að því tilefni framleiddi Áttan auglýsingu sem vakið hefur mikla athygli og töluverða undrun meðal fólks en þegar þessi frétt er skrifuð hafa yfir 12 þúsund manns skoðað hana. Myndbandið var fjarlægt af Facebook stuttu eftir hádegi.

Í auglýsingunni er hamborgarinn kynntur sem „Svartur, sveittur & hnausþykkur“ og í framhaldinu birtist þjónn sem er dökkur á hörund.

Innan Facebook-hópsins Markaðsnördar sem er vettvangur markaðsfræðina er auglýsingin til umræðu en þar sem því er meðal annars velt upp af hverju Hamborgarafabrikkan hafi gefið grænt ljós á birtingu auglýsingarinnar.

„Stundum eru hlutirnir svo taktlausir að það tekur því ekki að stafa það, Árni. Er það rasisminn? Er það typpabrandarinn? Er það bara staðreyndin að hún sé að líkja hamborgara við skaufa? Ég segi sjálfur bara shiieeeeeeeeet,“ skrifar einn notandi síðunnar.

Annar notandi síðunnar bendir á auglýsingin sé hvorki fyndin né sniðug. „1. Klámfengið 2. stereótýpu gjörningur á dökka menn 3. Á að vera fyndið en nær því ekki hjá mér því það fyrsta sem ég hugsa er „stay classy“ Ron burgundy fílingur í þessu sem mér finnst ekki passa 2018.“

Töluverð umræða hefur skapast um auglýsinguna bæði á Facebook og Twitter og sitt sýnist hverjum

„Blackface borgarinn“

Sumir benda á markhóp Áttunnar

„Next level þroskaheft“

„Ég hló ekki“

„Stay Classy“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Spádómur Stefáns um dómsmálið gegn Báru: „Ákveðinn hópur fólks verður búinn að gleyma smáatriðum málsins“

Spádómur Stefáns um dómsmálið gegn Báru: „Ákveðinn hópur fólks verður búinn að gleyma smáatriðum málsins“
Fréttir
Í gær

Vestfirskur fjölskyldumaður er 130 milljónum ríkari

Vestfirskur fjölskyldumaður er 130 milljónum ríkari