Fréttir

Ragnheiður Sara hættir keppni á heimsleikunum í Crossfit: „Erfiðasta sem ég hef þurft að gera í lífinu“

Óðinn Svan Óðinsson
Sunnudaginn 5. ágúst 2018 14:57

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur neyðst til að draga sig úr keppni á heimsleikunum í Crossfit sem nú fara fram í Wisconsin í Bandaríkjunum. Ástæðan er sú að Ragnheiður Sara brákaði rifbein vegna álags í byrjun árs og meiðslin hafa nú tekið sig upp aftur. Ragnheiður Sara greinir frá þessu í tilfinningaþrunginni færslu á Instagram.

„Ég hóf keppni á föstudag ennþá í afneitun og eftir „Clean and jerk ladder“ urðu verkjatöflur minn besti vinur. Ég ákvað samt að halda áfram og harka af mér þrátt fyrir viðvörunarbjöllurnar,“ skrifar Ragnheiður Sara og bætir við: „Þetta er eitt það erfiðasta sem ég hef þurft að gera í lífinu en ég hef ákveðið að draga mig úr keppninni vegna álagsmeiðsla í rifbeinum.“

Hún var í 11. sæti leikanna eftir tvo keppnisdaga þegar hún ákvað að hætta keppni en leikarnir eru þeir fjórðu sem þessi magnaða íþróttakona tekur þátt í.

Sjáðu færslu Ragnheiðar Söru hér að neðan

Sometimes things are unfair and don´t go as planned☹️ _ I have never been as well prepared for the @CrossfitGames as I was this year but early on in the competition something happened and my ribs got really sore and bruised. I was in a bit of denial and decided to tough it out. In the "Marathon row" the pain went a way as soon as had hit 10 km, so I thought this couldn´t be that bad. Afterwards the pain got so much worse of course. I started Friday, still in denial, and after the "Clean and jerk ladder" pain killers had become my best friend. I decided to keep on pushing today regardless of all the alarm bells but once I started warming up for events 9 and 10 the pain had become so bad that I could not bend over to do a snatch or complete a muscle up on the bar. _ It is one of the hardest things I have ever had to do in my life but I have decided to withdraw from the competition due to a stress fracture injury on my rib. _ This desicion is made after a consultation with my coach and doctors. There was only one decision to be made, and as much as I hate the fact that I am not going to finish this competition I know that this is the only right way to proceed. _ I will give a better and more detailed explanation on all of this when I know more but one thing is for sure. I´ll be back!!! _ Love, Sara ❤️

A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) on

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mynd dagsins: Er þetta heimskasti ferðamaður sumarsins?

Mynd dagsins: Er þetta heimskasti ferðamaður sumarsins?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ósk tók upp tímabundið samband við Helga til að forðast frekara ofbeldi – „Ég var yfirbuguð af ótta“

Ósk tók upp tímabundið samband við Helga til að forðast frekara ofbeldi – „Ég var yfirbuguð af ótta“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Biggi lögga gagnrýnir niðurskurð hjá lögreglunni– „Er eitthvað vandamál til staðar ef það veit enginn af því? Stundum held ég að menn telji að það sé málið með löggæsluna“

Biggi lögga gagnrýnir niðurskurð hjá lögreglunni– „Er eitthvað vandamál til staðar ef það veit enginn af því? Stundum held ég að menn telji að það sé málið með löggæsluna“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sex hlutir sem benda til þess að þú sért af „gamla skólanum“

Sex hlutir sem benda til þess að þú sért af „gamla skólanum“