fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Sjáðu myndband af húsleit lögreglunnar í Kópavogi – Rannsókn vegna fíkniefnaframleiðslu og skipulagðar alþjóðlegrar glæpastarfsemi

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 18. júlí 2018 09:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðastliðinn desember tilkynnti lögreglan á sérstökum blaðamannafundi að fimm hafi verið handteknir hér á landi í tengslum við rannsókn á umfangsmiklu fíkniefnamáli sem teygir anga sína til nokkurra landa; Íslands, Hollands og Póllands. Málið hefur verið kennt við verslunina Euro Market þar einn hinna handteknu er eigandi kjörbúðarinnar.

Fréttablaðið greinir frá því að lögregla hafi afhent pólskum fjölmiðlum myndband af húsleit á heimili mannsins í desember. Lögregluaðgerðin átti sér stað á heimili mannsins í Kópavogi. Lögmaður mannsins, Steinbergur Finnbogason, fullyrðir að það hafi verið gert í bága við íslensk lög. Á myndbandinu má sjá vopn og peninga haldlagða.

Í desember sagði Grímur Grímsson, þáverandi yfirlögregluþjónn, að rannsóknin snúi að innflutningi á amfetamínbasa. Úr honum hafi verið hægt að framleiða 50 til 80 kíló af amfetamíni. Þá hefði einnig verið um að ræða MDMA sem hægt hefði verið að framleiða 26 þúsund töflur úr.

Fréttablaðið greinir frá því að málið sé enn til rannsóknar og er haft eftir Margeiri Sveinssyni, yfirmanni miðlægrar deildar lögreglunnar, að rannsókn beinist að fíkniefnainnflutningi og peningaþvætti, fjársvikum, brotum á vopnalögum, lyfjalögum og fíkniefnaframleiðslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Í gær

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum
Fréttir
Í gær

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum
Fréttir
Í gær

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni