fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Skógjöf Íslendinga afhent til SOS barnaþorpa í Nígeríu daginn fyrir leik liðanna á HM

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 23. júní 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þau voru alsæl börnin og ungmennin sem fengu athenta að gjöf íþróttaskó frá Íslandi í SOS Barnaþorpinu Gwagwalada í Abuja, höfuðborg Nígeríu, daginn áður en Ísland og Nígería mættust á HM í fótbolta. Þetta var fyrsta afhending eftir skósöfnun sem fram fór við Rauðavatn 2. júní síðastliðinn. Þá söfnuðust yfir 500 pör af íþróttaskóm í tengslum við góðgerðar- og fjölskylduhlaupið Skór til Afríku.

Skógjafar.
Hlaupið ræst.
Eliza Reid forsetafrú og synir.

Ákveðið var að safna skónum fyrir SOS Barnaþorpin í Nígeríu af því þjóðirnar eru saman í riðli á HM í Rússlandi. Fjögur SOS Barnaþorp eru í Nígeríu og þar munu skórnir koma að góðum notum. Gríðarleg fátækt er í Nígeríu þar sem 60% íbúa lifa undir fátæktarmörkum. Eins og þessar myndir bera vott um er mikil ánægja með skóna enda eru börnin í Nígeríu með sömu drauma um íþróttaiðkun og önnur börn.

130 Íslendingar styrkja verkefni barnahjálparsamtakanna í Nígeríu með mánaðarlegum framlögum. 320 börn og ungmenni eru í 46 SOS fjölskyldum í þessum þorpum en miklu fleiri njóta aðstoðar samtakanna í gegnum sérstaka SOS fjölskyldueflingu.

Með því að gerast styrktarforeldri hjá SOS Barnaþorpunum gefur þú umkomulausu barni fjölskyldu, menntun, ást og umhyggju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar