fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
EyjanFréttir

Sólveig Anna í framboði fyrir Sósíalistaflokkinn: „Fólk sem sá ekkert athugavert við stéttaskiptingu og arðrán kallaði sig femínista“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 22. apríl 2018 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, sem nýlega var kjörinn formaður verkalýðsfélagsins Eflingar, er í framboði fyrir Sósíalistaflokk Íslands í Reykjavík í komandi sveitarstjórnakosningum. Í ávarpi sem Sólveig Anna birtir á heimasíðu flokksins sendir hún femínistum tóninn:

„Árið 2012 fylltist ég miklum áhuga á stöðu láglaunakvenna á íslenskum vinnumarkaði. Ég er sjálf ómenntuð laglaunakona og hafði verið í fullri vinnu sem slík frá 2008. Allt í einu gat ég ekki lengur litið fram hjá því að ég sjálf, ásamt samstarfskonum mínum, var sannarlega fórnarlamb kvalalosta hinna samtvinnuðu kerfa kúgunnar: Kapítalismans og kvennakúgunarinnar. Ég hafði alltaf litið á sjálfa mig sem femínista, en allt í einu fór ég að velta því fyrir mér hvað það þýddi að vera femínisti í samtímanum. Fólk sem sá ekkert athugavert við stéttaskiptingu og arðrán kallaði sig femínista eins og ekkert væri og krafan var sú að við, láglaunakonurnar sem strituðum til þess eins að eiga fyrir nauðsynjum, gleddumst yfir sigrum kvenna innan kerfis nýfrjálshyggjunnar, sýndum samstöðu með þeim sem ekki svo mikið sem litu í átt að okkur öðru hvoru.

Allt í einu gat ég ekki hætt að hugsa um hvað þetta var algjörlega svívirðilegt og á skjön við allt það sem ég taldi vera femínísk gildi; samhygð, samstöðu, baráttu gegn kerfisbundnu óréttlæti, baráttu gegn gömlum og grimmum gildum arðránskerfisins um að sumt fólk sé einskis virði, baráttuna fyrir friði o.s.frv. Allt í einu fór ég að hugsa: Hvernig stendur á því að femínísk barátta samtímans á Íslandi beinir sjónum sínum aldrei að stöðu verka og láglaunakvenna? Hvernig stendur á því að femínísk barátta hefur meiri áhuga á framgangi kvenna innan karla-kerfanna heldur en því að umbylta þessum kerfum svo að öll fái að blómstra á eigin forsendum? Hvernig stendur á þessari undirgefni og þessu samþykki á kapítalismanum og nýfrjálshyggjunni?“

Skipað til sætis á framboðslistum 1. maí

Ekki kemur fram hvaða sæti Sólveig Anna mun skipa á lista flokksins. „Það er ekki búið að skipa til sætis á listanum, það verður tilkynnt 1. maí,“ sagði Gunnar Smári Egilsson, stofnandi og formaður flokksins, í stuttu spjalli við DV. „Við viljum gera allt öfugt við aðra flokka, fulltrúa hinna ónýtu stjórnmála,“ bætti Gunnar Smári við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar