fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fréttir

Strokufanginn Sindri: „Ég var farinn að vinna fyrir djöfulinn“

Hjálmar Friðriksson
Þriðjudaginn 17. apríl 2018 10:55

Sindri Þór strauk af landi brott úr opnu úrræði en flótti hans vakti heimsathygli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sindri Þór Stefánsson sem strauk af Sogni í nótt á að baki langan brotaferil en hann hefur oft hlotið refsidóma. Síðast hlaut hann dóm árið 2015 þegar hann  var gripinn með samtals um 130 grömm af amfetamíni og tæplega 200 grömm af kannabis.

Brotaferill hans nær þó aftur til ársins 2003 en Sindri er fæddur árið 1986. Hann hafði sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar síðastliðnum vegna rannsóknar lögreglunnar á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. Flest brot Sindra í gegnum árin snúa að ýmist þjófnaði eða fíkniefnum.

Náði árangri

Árið 2010 hlaut hann fjögurra mánaða fangelsi vegna ýmissa brota en í þeim dómi kom fram að hann hefði tekið sig á og væri í meðferð vegna áfengis og fíkniefnavanda. Sú meðferð virðist hafa skilað árangri um tíma því árið 2013 var saga hans meðal lífsreynslusaga Íslendinga sem SÁÁ deildi vegna landssöfnunar.

Í þessari lífsreynslusögu sem birtist á Pressunni sagði Sindri frá því hvernig hann hafi byrjað að neyta fíkniefna þegar hann var 16 ára. „Ég átti alltaf mjög erfitt með skólagöngu sem barn. Snemma var ég greindur með ofvirkni og athyglisbrest á háu stigi og fékk viðeigandi töflur sem áttu að halda mér niðri andlega. Hegðun mín í samfélaginu var ekki samþykkt sem er kannski ekki einkennilegt þar sem ég bæði laug og stal mér til skemmtunar á þessum árum,“ sagði Sindri.

Búinn með allt

Hann sagði þá að á unglingsárum sínum hafi lögreglumál talið tugum ef ekki hundruðum. „Barnaverndarstofnun var komin í mín mál snemma og flakkaði ég milli stofnanna í nokkur ár. Ég var nokkrum sinnum sendur í sveit, sem og á ríkisrekin og einkarekin meðferðarheimili fyrir unglinga. Það var í raun allt reynt til að bjarga mér úr þessum hegðunarvandamálum en það er víst að ekki hægt að bjarga þeim sem vill ekki láta bjarga sér. Einhverstaðar á milli 18 og 20 ára aldurs voru um 200 lögreglumál í kerfinu sem tengdust mér þar sem ég var grunaður og átti ég sök á flestum þeirra,“ sagði hann þá.

Sindri sagði að hann hafi verið búinn að neyta allra helstu fíkniefna ungur að aldri. „Neyslusagan mín byrjar þó ekki fyrr en þegar ég var 16 ára, en það þykir afar seint miðað við aðra í mínum sporum. Vissi ég allan tíman áður en ég fékk mér að ég myndi verða háður vímuefnum ef ég skyldi freistast. Neyslusagan mín er afar stutt en mjög brött. Fyrsta árið mitt einkenndist af kannabisreykingum eingöngu, en á einhverjum tímapunkti eftir það gerðist eitthvað sem ég réð ekki við. Mér varð alveg sama um allt, öll mörk voru farin. Á innan við 2 árum frá fyrsta kannabisreyknum sem ég andaði að mér var ég búinn að prófa allt, þá meina ég allt. Og þar á eftir tóku við 6 ár af mjög erfiðu tímabili fyrir mig og alla sem voru í kringum mig,“ sagði Sindri.

„Djöfulinn var fastur í mér“

Hann sagði að hann hafi lifað fyrir neysluna. „Ég get reynt að segja við mig að þetta hafi verið gaman, en það væri ekki satt. Þessi stundargleði sem maður finnur stundum fyrir í neyslunni var ekki þess virði. En hvað vissi ég, ég þekkti í raun ekki neitt annað þrátt fyrir stutta neyslu. Lífið mitt fyrir neyslu og í neyslu breyttist voða lítið, fyrir utan það að ég fór að neyta fíkniefna. Ég var jafn mikið óheiðalegur gagnvart fjölskyldu, vinum og þjóðfélaginu. Og mér leið einnig alveg eins, alltaf að vinna fyrir þessari augnabliksgleði,“ sagði Sindri.

Að lokum var neyslan orðin að helvíti að sögn Sindra: „Við tók í neyslunni hreint og beint helvíti. Ég var farinn að vinna fyrir djöfulinn sem var fastur í mér, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir að reyna hætta fíkniefnaneyslu. Ég var á vergangi og á nokkrum tímapunktum var ég hreint og beint á götunni, leitandi mér að svefnstað. Á milli þess var ég að sinna þessari gríðarlega sterku þörf sem er að fá næsta skammt, að fá sér.“

Lögreglan biður alla sem geta veitt upplýsingar um ferðir Sindra frá því kl. 01:00 í nótt  að koma þeim upplýsingum á framfæri. Hann er íþróttamannslega vaxinn með skolleitt hár, skegghýjung og 192 scm á hæð.

Vísir greinir frá því að það sé óttast að Sindri reyni að koma sér úr landi. Líkt og fyrr segir hefur Sindri sætt gæsluvarðhaldi vegna svokallaðs gagnaversmáls, þar sem samtals 600 tölvum var stolið. Tölvurnar eru metnar á um  200 milljónir króna og eru ófundnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Leyniskjöl sögð staðfesta skelfilegan dauðdaga íranskrar táningsstúlku sem mótmælti reglum um klæðaburð

Leyniskjöl sögð staðfesta skelfilegan dauðdaga íranskrar táningsstúlku sem mótmælti reglum um klæðaburð
Fréttir
Í gær

Vægur dómur fyrir ofbeldi í nánu sambandi

Vægur dómur fyrir ofbeldi í nánu sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja samdrátt vera staðreynd í rússneska hagkerfinu

Segja samdrátt vera staðreynd í rússneska hagkerfinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Er þetta versta stefnumót sögunnar? Frábært kvöld þar til hún þurfti að fara á klósettið

Er þetta versta stefnumót sögunnar? Frábært kvöld þar til hún þurfti að fara á klósettið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bresku Rúanda-lögin koma illa niður á Írum – Setja neyðarlög

Bresku Rúanda-lögin koma illa niður á Írum – Setja neyðarlög
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þarf að sitja af sér fangelsisdóm í Noregi eftir afbrot á Ásbrú

Þarf að sitja af sér fangelsisdóm í Noregi eftir afbrot á Ásbrú