fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Magni heldur hótunum áfram: „Ég ætla að klára þær í eitt skipti fyrir öll svo að þær séu ekki að þvælast meira fyrir mér“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 16. apríl 2018 11:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magni Linberg eltihrellir sem gengur laus á Akureyri heldur áfram að hóta þolendum sínum. Magni sem áður hét Valbjörn Magni Björnsson hefur stundað að hrella konur í fjörutíu ár. Árið 1979 játaði Magni að hafa brotist inn til ófrískrar konu um miðja nótt, ráðist á hana og reynt að binda hana með snæri sem hann hafði meðferðis. Þá gekk hann einnig í skrokk á konunni og barði hana minnst þrisvar með öskubakka. Frelsissviptingin mun hafa staðið yfir í um klukkutíma. Magni fékk tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm. Magni hefur síðan þá víða komið við og flutti DV ítrekað fréttir af Magna fyrst árið 2016. Flutti Magni þá úr landi en kom aftur til Akureyrar haustið 2017 og flutti þá í sömu götu og Svanhildur Sigurgeirsdóttir sem hann hafði áður beitt ofbeldi. Þá er Magni enn með mynd af fyrrverandi sambýliskonu sinni til skamms tíma sem aðalmynd á Facebook, en hún flúði hann fyrir mörgum árum. Hótanir hans hafa beinst að henni og mörgum í fjölskyldu hennar.

DV hefur síðustu vikur fjallað ítrekað um Magna og rifjað upp eldri mál. Magni hefur brugðist við með því að hóta þolendum sínum. Kveðst hafa ýmis konar myndefni í tölvum og hörðum diskum sem hann hafi tekið upp án þess að þolendur hafi vitað af. Þessi myndskeið hefur hann svo hótað að birta.

Svanhildur sem hefur nánast verið fangi á eigin heimili hefur ekki fengið nálgunarbann á Magna sem hefur tekið blóm af leiði föður hennar og sett á bíl hennar, stoppað ítrekað fyrir utan hús hennar og elt hana í búðum. Eftir umfjöllun DV hefur Magni ítrekað tjáð sig á Facebook-síðu sinni og finnst hann vera miklum órétti beittur og heldur þar áfram að hóta fólki, þar á meðal konunni sem býr nokkrum tugum metrum frá honum. Nú síðast óskar Magni eftir blaðamanni til að fá í samstarf. Vill Magni að blaðamaðurinn taki við hann viðtal sem verði birt á fjölsóttum opinberum stað. Magni heldur fram að hann hafi verið útmálaður andlega veikur en það sé hann ekki.

„ … því miður (eru) ekki margir eftir sem koma til greina í þetta verkefni, verst að Róbert Marshall er hættur öllum skrifum, hann er sá sem ég hefði haft mestu trúna á í þetta verkefni, það sem ég hef um Róbert er einungis gott og heilsteypt en því miður þá hafa fáir hans sanngirni að leiðarljósi, það er öllum heimilt að sækja um …“

Þá segir Magni:

„ … það er heldur ekkert í mér sem óttast fátækan og fáfróðan dóm almennings, vegna þess að dómur almennings er byggður á því ferli að skapa ótta hjá viðkomandi, en guess what, það er bara engin ótti í mér …“

Þá sagði magni einnig:

„Ég ætla að klára þær í eitt skipti fyrir öll svo að þær séu ekki að þvælast meira fyrir mér en nauðsynlegt er, ég hef alltaf haft ákveðið óþol fyrir kjánum og einföldu fólki, sorry stelpur en svona eruð þið bara.“

Íbúar á Akureyri eru margir ósáttir við aðgerðarleysi yfirvalda og að Magni sé ekki tekinn í umferð eða veitt læknishjálp, bæði hans og þolanda vegna. Kona á Akureyri varaði við Magna á innanbæjarsíðu á Akureyri. Magni brást við með hótuninni hér að ofan.

Konan brást við skrifum Magna og sagði:

„Hann (Magni) tók mig fyrir á laugardaginn á fb síðunni sinni eingöngu með það fyrir augum að hafa gaman af. Þar tekur hann fyrir fatlaða dóttur mína svo ef þið eigið ykkur mál sem eru ykkur kær þá endilega lesið bara yfir þetta hjá mér en opnið augun fyrir þessum ófögnuði í nágrennið okkar”.

Magni kveðst aldrei hafa ætlað að ráðast á dóttur Ingu Völu né hafi hann hótað henni, það þrátt að hafa látið þessi orð falla sem standa enn:

„Ég ætla að klára þær í eitt skipti fyrir öll svo að þær séu ekki að þvælast meira fyrir mér en nauðsynlegt er, ég hef alltaf haft ákveðið óþol fyrir kjánum og einföldu fólki, sorry stelpur en svona eruð þið bara.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar