fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Fréttir

Sérsveitin í Bríetartúni: Fjórir handteknir

Hjálmar Friðriksson
Fimmtudaginn 8. mars 2018 09:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregluaðgerð stendur nú yfir við Bríetartún, steinsnar frá Filadelfíu. Að sögn sjónarvotts var sérsveitin á vettvangi og voru lögreglumenn enn að störfum klukkan hálf tíu.

Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir í samtali við DV að einn hafi verið handtekinn og það sé ótengt rassíunum í gær. Hann staðfesti að sérsveitin hafi verið á vettvangi.

Uppfært: Vísir greinir frá því að tveir hafi verið handteknir en ekki einn líkt og lögregla tjáði DV. Sérsveitin hafi verið kölluð til þar sem grunur var um að einhver væri með hníf í íbúðinni

Lögreglan hefur gefið út fréttatilkynningu vegna málsins og nú eru hinir handteknur orðnir fjórir:

Fjórir eru í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á líkamsárás í íbúð í austurborginni í morgun. Sá sem fyrir árásinni varð var fluttur á slysadeild, en ekki er talið að um alvarlega áverka sé að ræða. Hinir handteknu verða yfirheyrðir síðar í dag, en þeir voru allir í annarlegu ástandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt