fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Hrafn er umskorinn: Hefur liðið kvalir – „Þetta er bæklun og fer illa með sál og líkama“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 21. febrúar 2018 11:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóri tekur þátt í umræðum um hið umdeilda umskurðarfrumvarp. Hann opinberaði á Facebook-síðu sinni að hann væri umskorinn og hefði vegna þess liðið miklar kvalir. Hann hrósar Silju Dögg þingmanni Framsóknarflokksins og segir að mikil gæfa sé að til sé fólk eins og hún sem berjist fyrir réttlæti barna. Í frétt Vísis má finna viðtal við Silju Dögg. Á meðan margir prestar kirkjunnar hafa efasemdir um frumvarpið, líkt og biskup og séra Hildur Eir Bolladóttir.

Hefur verið bent á að verði sett bann sé hætta á að foreldrar eða trúarhópar láti framkvæma umskurn á drengjum á laun án aðkomu lækna. Segir Hrafn að með þessu sé verið að réttlæta glæpi í skjóli trúarkreddu. Þá segir Hrafn á Facebook:

„Ég var umskorinn og það reyndist mér mjög erfitt á unglingsárum. Hef kynnt mér þetta mál þess vegna mikið.“ Hrafn bætir við: „Ég var umskorinn á barnsaldri og hef búið við þá bæklun síðan, mér til mikils hnjóðs.“

Var Hrafn þá spurður af Gunnari Theodór hver bæklunin væri. Vildi Hrafn ekki fara í saumana á því en sagði umskurðinn hafi farið illa í sál og líkama. Þá vildi Gunnar meina að Hrafn væri í agnarsmáum minnihluta en hefði verið óheppinn og því skiljanlegt að hann væri bitur.

„Ég er ekki bitur. Vill bara stöðva glæpi gegn börnum,“ svaraði Hrafn og bætti við: „Þetta eru einfaldlega limlestingar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“