fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Nærri þrír af hverjum fjórum Íslendingum með aðildarkort í Costco

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 19. febrúar 2018 10:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nærri þrír af hverjum fjórum Íslendingum, eða 71%, er með aðildarkort í Costco. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunar MMR.

Af þeim sem eru með aðildarkort í Costco ætla 60% að endurnýja aðildina þegar hún rennur út, 6% ætla ekki að endurnýja en heil 35% hafa ekki ákveðið sig.

Íslendingar sem tilheyra aldurshópnum 30-49 ára eru líklegri en aðrir aldurshópar til að vera með Costco aðildarkort eða 80%, samanborið við 58% í aldurshópnum 18-29 ára. Íslendingar í aldurshópnum 30-49 ára eru jafnframt líklegri en aðrir til að endurnýja aðildina.

Athygli vekur að hlutfall karla og kvenna með Costco aðildarkort er hnífjafnt eða 71%. Eilítið fleiri karlar en konur hyggjast þó endurnýja aðildina, eða 61% á móti 59%.

Töluvert fleiri íbúar Höfuðborgasvæðisins er með aðild að Costco, eða 77%, en íbúar landsbyggðarinnar, 60%. Hlutfall þeirra sem ætla að endurnýja aðildina er þó nokkuð jafnt eða 60% íbúa Höfuðborgarsvæðisins og 59% íbúa landsbyggðarinnar.

Stuðningsfólk Miðflokksins, 81%, reyndist líklegast til að vera með Costco aðildarkort en stuðningsfólk Framsóknarflokks, 59%, og Vinstri grænna, 60%. Jafnframt er stuðningsfólk Framsóknarflokksins, 47%, og Vinstri grænna, 54%, ólíklegra en stuðningsfólk annarra flokka til að endurnýja aðildina.

Fólk með tekjur á milli 800 þúsund og 999 þúsund á mánuði er líklegast til að vera með aðildarkort í Costco, eða 83%, en aðeins 49% þeirra sem eru með undir 250 þúsund á mánuði. Könnunin var gerð dagana 25. til 30. janúar 2018. 928 einstaklingar svöruðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Í gær

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum
Fréttir
Í gær

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum
Fréttir
Í gær

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni