Fréttir

Lögmaður Trump borgaði klámmyndastjörnu 13 milljónir

Trump harðneitar að hafa átt í ástarsambandi við Stormy Daniels

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 14. febrúar 2018 10:54

Lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta borgaði klámmyndastjörnunni Stormy Daniels 130 þúsund dollara, eða rúmlega 13 milljónir í íslenskra króna, en Daniels heldur því fram að hún hafi stundað kynlíf með Trump í júlí 2006.

Michael Cohen, persónulegur lögmaður Trump, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann viðurkennir að hafa borgað Daniels, sem heitir í raun Stephanie Clifford, nokkrum vikum áður en Trump var kjörinn forseti Bandaríkjanna.

Trump sjálfur hefur staðfastlega neitað að hafa átt í sambandi við klámmyndastjörnuna. Kosningaeftirlit Bandaríkjanna fékk kvartanir vegna málsins en Cohen segir að hann hafi ekki notað fé sem ætlað hafi verið til kosningabaráttunnar til að borga Daniels, hann hafi borgað með sínum eigin peningum.

CNN spurði Cohen hvers vegna hann hafi borgað Daniels, hann svaraði: „Þó eitthvað sé ekki satt þá getur það valdið skaða, ég mun alltaf verja Trump.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af