fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Slysið við Núpsvötn – Ungbarnið sem lést var ekki í bílstól

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 28. desember 2018 15:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

11 mánaða stúlkubarnið sem lést í umferðarslysinu við Núpsvötn í gær var ekki í bílstól.

Stúlkan var fædd í janúar á þessu ári, en auk hennar lést móðir hennar í slysinu og svilkona móður hennar. Voru þær eiginkonur  tveggja bræðra sem lifðu slysið af, ásamt tveimur börnum, sjö og níu ára. Voru þau flutt alvarlega slösuð á slysadeild Landspítalans.

Annar mannanna náði að hringja á Neyðarlínuna og tilkynna um slysið.

Á Vísi kemur fram að Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir erfitt að fullyrða um það hversu miklu bílstóll hefði getað bjargað en bílstólar veiti börnum gríðarlega mikla vörn.

„Bílstólar veita börnum gríðarlega mikla vörn, miklu meira heldur en bílbeltin gera. Þannig að það er alltaf þess virði að nota bílstólana og þeir eru til þess gerðir, þeir eru náttúrulega ákveðið búr fyrir barnið og verja fyrir hliðarhöggum og annað. Það er ómögulegt að segja í þessu tilfelli hvað það hefði gert en það hefði klárlega ekki spillt,“ segir Sveinn Kristján.

Segir hann lögregluna því miður verða alltof oft vara við það að fólk sé ekki að nota bílbelti og/eða bílstóla. Ekki er hægt að svo stöddu að staðfesta hvort að aðrir í bílnum hafi verið í bílbeltum, það komi í ljós eftir að skýrslur hafi verið af þeim.

Sveinn segir líðan bræðranna og barnanna sem liggja á sjúkrahúsi eftir atvikum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla