fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fréttir

Óvíst með framtíð Toys R’ Us verslana á Íslandi eftir gjaldþrot móðurfélags

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Föstudaginn 28. desember 2018 17:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danska fyrirtækið Top Toy, móðurfélag leikfangaverslana Toys R‘ Us á Íslandi, var úrskurðað gjaldþrota í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem fyrirtækið sendi frá sér í dag. Vísir greindi frá.

Fyrirtækið hefur síðan í nóvember unnið að endurskipulagningu en sú vinna gekk ekki upp og segja stjórnendur Top Toy að lítil sala um jólin hafi verið mikil vonbrigði, en þeir vonuðust eftir því að jólaverslunin myndu bjarga fyrirtækinu.

Toys R‘ Us verslunarkeðjan hefur átt í gífurlegum rekstrarerfiðleikum og sótti fyrirtækið um gjaldþrotaskipti í Bandaríkjunum í september 2017. Top Toy hefur rekið verslanir Toys R‘ Us víða um Evrópu og hefur fyrirtækið tilkynnt að þeir muni loka á næstunni verslunum sínum. Top Toy á einnig BR leikfangaverslanir víða um Evrópu.

Í samtali við Vísi sagði Sigurður Þorgeir Jónasson, verslunarstjóri Toys R‘ Us á Smáratorgi, ekki hafa nein tíðindi að flytja. Engar fregnir hafi heyrst um framtíð Toys R‘ Us á Íslandi. Óvíst er því hversu lengi fólk getur skilað eða skipt jólagjöfum sem keyptar voru í Toys R‘ Us hér á landi fyrir jól.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hefur áhyggjur af skólaskyldunni og krefur menntamálaráðherra um svör

Hefur áhyggjur af skólaskyldunni og krefur menntamálaráðherra um svör