fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Fréttir

Óvíst með framtíð Toys R’ Us verslana á Íslandi eftir gjaldþrot móðurfélags

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Föstudaginn 28. desember 2018 17:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danska fyrirtækið Top Toy, móðurfélag leikfangaverslana Toys R‘ Us á Íslandi, var úrskurðað gjaldþrota í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem fyrirtækið sendi frá sér í dag. Vísir greindi frá.

Fyrirtækið hefur síðan í nóvember unnið að endurskipulagningu en sú vinna gekk ekki upp og segja stjórnendur Top Toy að lítil sala um jólin hafi verið mikil vonbrigði, en þeir vonuðust eftir því að jólaverslunin myndu bjarga fyrirtækinu.

Toys R‘ Us verslunarkeðjan hefur átt í gífurlegum rekstrarerfiðleikum og sótti fyrirtækið um gjaldþrotaskipti í Bandaríkjunum í september 2017. Top Toy hefur rekið verslanir Toys R‘ Us víða um Evrópu og hefur fyrirtækið tilkynnt að þeir muni loka á næstunni verslunum sínum. Top Toy á einnig BR leikfangaverslanir víða um Evrópu.

Í samtali við Vísi sagði Sigurður Þorgeir Jónasson, verslunarstjóri Toys R‘ Us á Smáratorgi, ekki hafa nein tíðindi að flytja. Engar fregnir hafi heyrst um framtíð Toys R‘ Us á Íslandi. Óvíst er því hversu lengi fólk getur skilað eða skipt jólagjöfum sem keyptar voru í Toys R‘ Us hér á landi fyrir jól.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Viðar segir Nadine þurfa að beina reiðinni að eiginmanninum

Jón Viðar segir Nadine þurfa að beina reiðinni að eiginmanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nadine sár út í sinn gamla vinnustað – Vísir neitar að taka niður myndina af syni hennar

Nadine sár út í sinn gamla vinnustað – Vísir neitar að taka niður myndina af syni hennar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim