fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Margrét vekur hörð viðbrögð: Tengir flóðbylgjuna þar sem hundruð fórust við jólin og reiðan guð – „Borgar sig ekki að storka Guði“

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Sunnudaginn 23. desember 2018 21:51

Margrét Friðriksdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Friðriksdóttir, frumkvöðlafræðingur birti í dag færslu í spjallhópnum Stjórnmálaspjallið á Facebook þar sem hún segir að ástæðan fyrir því að flóðbylgjan sem lenti á strönd Indónesíu í gær hafi verið vegna þess að guð sé reiður. Yfirvöld þar í landi telja að yfir 220 manns séu látnir og yfir 800 manns eru slasaðir eftir flóðbylgjuna. Skall flóðbylgjan á eftir að eldgos átti sér stað í Anak Krakatau-eldfjallinu, sem liggur mitt á milli eyjanna Súmötru og Java í Indónesíu.

Margrét segir í færslunni: „Flóðbylgja enn á ný yfir jólahátíðina (Christmas) og menn vilja halda því fram að guð sé ekki reiður eða komi þessu ekkert við?“ Fyrir neðan færslu sína birtir hún svo frétt BBC um flóðbylgjuna. Í umræðum undir færslunni sagði Margrét: „Það borgar sig ekki að storka Guði eða gera lítið úr honum ;).“

Um jólin 2004 reið afar öflug flóðbylgja yfir Indlandshaf í kjölfarið á gríðaröflugum jarðskjálfta sem reið yfir neðansjávar. Um er að ræða einar mannskæðustu náttúruhamfarir sögunnar en talið er að 230 til 280 þúsund manns hafi látið lífið. Bylgjan reið yfir á öðrum degi jóla, þann 26. desember, og er Margrét eflaust að vísa til þeirra hamfara einnig.

Færsla Margrétar olli hörðum viðbrögðum, en Margrét eyddi henni stuttu seinna. Það dugði ekki því skjáskot náðist af færslu hennar og hefur meðal annars Vantrú, félag trúleysingja byrjað að auglýsa færsluna hennar Margrétar. Við færsluna skrifar Vantrú: „Jólakveðja frá fólkinu sem þykist eiga þessa hátíð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Allt logar út af meintum árásum „skrímsladeildarinnar“ – Stefán Einar svarar fyrir sig – „Það sýnir hverskonar ógeð þeir eru“

Allt logar út af meintum árásum „skrímsladeildarinnar“ – Stefán Einar svarar fyrir sig – „Það sýnir hverskonar ógeð þeir eru“
Fréttir
Í gær

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga spurði Jón Gnarr óvæntrar spurningar sem vakti kátínu

Helga spurði Jón Gnarr óvæntrar spurningar sem vakti kátínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórfurðulegt skuldamál – Segjast hafa lánað konu í Hafnarfirði tugi milljóna samkvæmt munnlegu samkomulagi

Stórfurðulegt skuldamál – Segjast hafa lánað konu í Hafnarfirði tugi milljóna samkvæmt munnlegu samkomulagi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“