fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Konur sökuðu Helga Hjörvar um grófa kynferðislega áreitni: Dularfullt bréf barst á skrifstofuna – Fór samt í formannsframboð

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, Hjálmar Friðriksson
Miðvikudaginn 12. desember 2018 15:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkrar konur ásökuðu Helga Hjörvar, fyrrverandi Alþingismann, um alvarlega kynferðislega áreitni á meðan Helgi var þingmaður Samfylkingarinnar. Nafnlaust bréf barst Samfylkingunni í kringum árið 2016 þar sem greint var frá að nokkrar konur sökuðu Helga um að hafa brotið á sér. Í hinu nafnlausa bréfi komu fram nöfn kvennana sem sagt er að Helgi hafi brotið á. Samkvæmt heimildum DV er um enn alvarlegri brot en Ágúst Ólafur Ágústsson var sakaður um af Báru Huld Beck. Viljinn fjallaði um ásakanir á hendur Helga Hjörvari í gær og hefur DV enn frekari upplýsingar um ásakanirnar á hendur Helga. Þá er DV kunnugt um eitt annað mál sem upp kom á þessu ári en var ekki kært til lögreglu. Sú kona segist hafa verið beitt ofbeldi.

Atburðarásin sem rekin er á Viljanum stemmir við heimildir DV. Árið 2016 var Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar. Hann ákvað að sækjast ekki eftir endurkjöri. Helgi Hjörvar ákvað þá að bjóða sig fram til formennsku í flokknum. Helgi hafði verið þingmaður fyrir Samfylkinguna frá árinu 2003 og þá var hann formaður þingflokksins á árunum 2013 til 2016. Gegndi hann á þessum árum ýmsum ábyrgðarstöðum og sat í fjölmörgum nefndum fyrir hönd Samfylkingarinnar.

Árni Páll boðaði Helga á fund

Í febrúar árið 2016 greindi Árni Páll frá því að landsfundi yrði flýtt og færi fram í mars í stað júní. Ekki leið á löngu þar til Árni Páll upplýsti að hann myndi ekki sækjast eftir formennsku á ný. Oddný Harðardóttir, Helgi Hjörvar og Magnús Orri Schram vildu leiða flokkinn í næstu kosningum. Fór það svo að Oddný sigraði með yfirburðum en hún hlaut um 60 prósent atkvæða.

Skömmu eftir að Helgi Hjörvar tilkynnti um framboð sitt ákvað Árni Páll að boða Helga á fund. Þá hafði borist nafnlaust bréf til Samfylkingarinnar þar sem Helgi Hjörvar var sakaður um að hafa beitt nokkrar konur alvarlegri kynferðislegri áreitni. Sú áreitni var samkvæmt heimildum DV mun grófari en sú sem Ágúst Ólafur er sakaður um og hefur flestum þótt nóg um og alvarleg hans framkoma í garð Báru Huldu Beck. Í hinu nafnlausa bréfi kom fram hvaða konur þetta væru sem Helgi Hjörvar var sakaður um að áreita. Til að sannreyna það sem þar kom fram var haft samband við konurnar og eftir að það var gert þótti fullt tilefni til að skoða að taka málið lengra og boða Helga Hjörvar á fund.

Vissu ekki hvernig átti að tækla málið

Á þessum tíma var Stundin einnig að skoða málið gaumgæfilega en varð þó aldrei að frétt. Var Samfylkingunni einnig kunnugt um það. Helgi Hjörvar hitti þá Kristján Guy Burgess og Árna Pál á fundi þar sem honum var bent á að þessar alvarlegu ásakanir væru komnar fram og að fjölmiðill væri að skoða hvort fjallað yrði um málið. Helgi Hjörvar harðneitaði öllu og ákvað að fara í framboð þvert á óskir forystu flokksins. Naut Helgi nokkurs stuðnings, meðal annars frá góðvini sínum Hrannari B. Arnarsyni. Forystan leit svo á að hún væri bundin trúnaði gagnvart konunum en hafði einnig áhyggjur af því að flokkur sem gæfi sig út fyrir að vera femínskur flokkur og standa með konum myndi gefa endanlega upp öndina ef frétt um alvarlegar ásakanir í garð Helga kæmu fram, ef hann yrði formaður.

Samkvæmt heimildum DV var Árni Páll afar ósáttur við þá ákvörðun Helga að halda formannsframboði til streitu. Árni Páll átti nokkrum vikum síðar eftir að hætta öllum afskiptum af stjórnmálum.

Þá er það rétt sem kemur fram á Viljanum að sérstök nefnd hafi verið stofnuð eftir að nafnlausa bréfið barst inn á borð Samfylkingarinnar. Þá vissu þeir sem héldu um stjórnvölinn ekki hvernig ætti hreinlega að tækla málið. Það var því ákveðið að stofna þessa nefnd svo hægt væri að koma ábendingum á framfæri. Sú nefnd tók einmitt fyrir mál Ágústs Ólafs. Nefndin hefur þó verið gagnrýnd og vilja margir að slíkum málum sé beint til lögreglu. Aðrir hafa þá bent á að ekki vilji allir þolendur fara þá leið og vilji nýta sér nefndir sem þessar til að ná fram réttlæti. Guðrún Ögmundsdóttir, formaður nefndarinnar, gat ekki rætt málið við DV þar sem hún er bundin trúnaði.

Ræddi málið á Rás 1

DV hefur einnig, eins og áður segir, upplýsingar um tilvik sem kom upp á þessu ári þar sem kona óttaðist að verða fyrir ofbeldi. Þá hafa fleiri fjölmiðlar verið að skoða umfjöllun um þær ásakanir sem Helga Hjörvari er sjálfum vel kunnugt um. Þá hefur Árni Páll rætt stuttlega opinberlega um þær ásakanir sem bornar hafa verið á Hegla og samkvæmt heimildum DV hefur málið legið þungt á Árna Páli sem mun hafa lýst yfir í votta viðurvist að ef konurnar myndu stíga fram myndi hann ekki láta sitt eftir liggja í að styðja við bakið á þeim eða votta um hafa heyrt frásagnir þeirra. Þegar Árni Páll talaði um málið án þess að nafngreina Helga var hann gestur í nóvember 2017 á Rás 1 þar sem rætt var #metoo-byltinguna og áhrif þess á samfélagið. Þar sagði Árni Páll að það kæmi honum ekki á óvart að umfangið væri mikið og það væri hluti af vandamálinu hvað karlmenn hafi leitt hlutina hjá sér.

„Það er gömul saga og ný að forréttindi eru almennt ósýnileg þeim sem njóta þeirra, þar af leiðandi skynja menn ekki kúgunina og niðurlæginguna sem fellst í hálfkveðnum vísum ef þeir verða ekki beint fyrir henni sjálfri en er raunverulegur veruleiki helmings mannkyns,“ sagði Árni Páll og bætti við síðar í viðtalinu:

„Við höfum ekki þróað innan stjórnmálaflokka eða á öðrum stöðum umgjörð til að taka á þessum þáttum. Við vitum alveg hvað á að gera ef það er um beint kynferðislegt ofbeldi að ræða. Þá höfum við beint samband við lögregluna. Það er loks orðin staðfest vitundarvakning um það. Þegar um er að ræða þetta, ég hef lent í því sem formaður í flokki að taka á slíkum málum, og það er ekki fyrir hendi umgjörð til að taka á slíku. Ég ætla að vona það í framhaldinu að allir taki upp viðmið þegar um slíkt er að ræða, þegar ekki er um refsiverða háttsemi að ræða eða verknað en eitthvað sem er fullkomlega óásættanlegt.“

DV náði tali af Árna Páli sem vildi ekki tjá sig um málið á þessu stigi. DV reyndi einnig að ná tali af Kristjáni Guy Burgess, fyrrverandi framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar. DV barst stutt skeyti frá Kristjáni Guy sem veit af málinu, það var svohljóðandi:

„Ég get ekkert staðfest eða tjáð mig um mál sem ég sinnti þegar ég var framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar.“

DV reyndi ítrekað að ná tali af Helga Hjörvari, en án árangurs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum