fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Leyniupptaka: Hlustaðu á þingmenn gera grín að Freyju Haralds – Hermdi eftir sel

Hjálmar Friðriksson, Einar Þór Sigurðsson, Tómas Valgeirsson
Fimmtudaginn 29. nóvember 2018 13:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingmenn Miðflokksins og Flokk fólksins gerðu grín að Freyju Haraldsdóttur meðan þeir sátu að sumbli á barnum Klaustur við Kirkjutorg. Á upptöku sem DV hefur undir höndum má heyra einn þingmann herma eftir sel þegar talið berst að Freyju. Upptakan er nokkuð óskýr og því ekki fyllilega ljóst hver þeirra hermdi eftir sel. Upptökuna má heyra hér fyrir neðan.

Freyja segist í samtali við DV að hún hafi ekki áhuga á því að ræða nánar hegðun þingmanna. Hún segir þetta dæma sig sjálft og hún vilji ekki fara niður á þeirra plan. „Veistu ég nenni ekki að eyða orku í þetta,“ segir Freyja.

Líkt og fyrr segir er upptakan nokkuð óskýr en svo virðist sem samtalið hefjist á því að Sigmundur Davíð segir tvo þeirra sem sitja við borðið hafa sérstakan áhuga á tveimur konum. Ekki er alveg ljóst hver segir hvað hverju sinni.

Anna Kolbrún: Veistu það, ég hélt þú værir að auglýsa eftir Freyju Eyju áðan.

Gunnar Bragi: „Ég sagði bara KOMDU.“

Anna Kolbrún: „Nei, þú sagðir….[óskýrt] það er verið að kalla á okkur.

Sigmundur D: „Þessir tveir menn eiga það sameiginlegt að hafa sérstakan áhuga á tveimur konum, Freyju og …“

– Eyju.

Já.

Freyju.

Eyju.

Bergþór : Freyju Haraldsdóttur?

Já.

Já.

(Hljóð sem líkist væli í sel)

Og Albertínu.

NEI.

-NEI.

Karl Gauti: Díses kræst, mar.

Sigmundur: Þetta eru konur sem sameina þessa tvo menn.

Forseti Alþingis eyðilagður

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tjáði sig um málið í hádegisfréttum RÚV þar sem hann sagði ummæli þingmannanna óafsakanleg og óverjandi. Sagði hann sárt að heyra þingmennina tala með þessum hætti um konur. Þeir væru ekki að leggja sitt lóð á vogarskálirnar í að efla traust á Alþingi.

„Ég er jafn eyðilagður og hver annar yfir þessu gjörsamlega óafsakanlega og óverjandi orðbragði sem þarna virðist hafa verið notað í þessum samtölum þingmanna. Sérstaklega finnst mér það sárt að svona skuli hafa verið talað um konur. Ég er eiginlega orðlaus yfir því og verður mér þó ekki oft orða vant,“ sagði Steingrímur sem tók fram að þingið þyrfti tíma til að fara yfir hvernig tekið verður á málinu. Fundað verði með formönnum þingflokka og forsætisnefnd á mánudag.

Hrikaleg ásökun, segir Albertína

Á upptökunum er talað mjög frjálslega um konur eins og fyrr segir og orð eins og „apaköttur“, „klikkuð kunta“ og „kræf kerfiskerling“ notuð. Þá hæddust þingmenn að MeToo-umræðunni og sögðu Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólasaon að Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, hefði áreitt þá og gengið á þá með kynlíf.

Í samtali við Stundina sagði Albertína að Gunnar Bragi hafi hringt í sig og beðist afsökunar. Ekkert af því sem fram hafi komið í samtalinu hafi verið satt. „Það er hrikalegt að vera ásakaður um eitthvað sem gerðist ekki,“ sagði Albertína.

Vilja að málið verði tekið upp í forsætisnefnd

Drífa Snædal, forseti ASÍ, lagði orð í belg um málið á Facebook-síðu sinni í morgun og sagði: „ „Getum við svo hætt að vera hissa á því að jafnrétti sé ekki náð þegar stjórnmálamenn þessa lands kalla konur í pólitík húrrandi klikkaðar kuntur, kræfar kerfiskerlingar, apaketti, lýsa yfir vanhæfi þeirra og greindarskorti, hafa skoðanir á hvort þær séu hot eða not, segja þær hafa grenjað sig inn á þing, hvort farið sé að falla á þær og fleira og fleira, allt á einni kvöldstund.“

Þá sendu þingkonurnar Inga Sæland, Oddný Harðardóttir og Silja Dögg Gunnarsdóttir frá sér yfirlýsingu þar sem ummæli þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins eru fordæmd. Gera þær þá kröfu að málið verði tekið upp í forsætisnefnd þingsins og sögðu þær ummælin lýsa skammarlegum viðhorfum og stækri kvenfyrirlitningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fréttir
Í gær

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Í gær

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus