fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Fréttir

Catalina Ncogo biður um frið: „Ég vil að þetta hætti“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 16. nóvember 2018 10:15

Catalina Ncogo

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Catalina Ncogo, sem var dæmd fyrir hórmang árið 2010, hefur fengið sig fullsadda af því að íslenskar vændiskonur biðji hana um að verða melludólg sinn. Hún kvartar undan þessu á Snapchat.

Nútíminn greinir frá þessu. „Þetta er orðið þreytt, svo margar íslenskar konur að biðja mig um að vera umboðsmaður þeirra í kynlífsbransanum. Ég vil að þetta hætti,“ segir Catalina á Snapchat.  Hún birtir enn fremur skilaboð frá konu sem óskar eftir aðstoð hennar.

„Geturðu gert mér greiða og bætt mér í kynlífshópa á Facebook. Eða geturðu kannski hjálpað mér að hitta einhvern. Kyn skiptir engu máli. Ég get borgað þér eða þú getur rukkað viðkomandi. Ég er með stað,“ segir í þeim skilaboðum.

Þrátt fyrir þessi skilaboð þá virðist Catalina ekki hafa lagt hórmangið alveg á hilluna, í það minnsta auglýsti hún fylgdarþjónustu sína á Snapchat í fyrra. Vísir fjallaði um það. Í þeim skilaboðum birti hún mynd af „stelpunum sínum“ og gátu fylgjendur hennar óskað eftir því að hitta þessar konur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt