fbpx
Fimmtudagur 13.desember 2018
Fréttir

Kom til Íslands og skoðaði verð á leikföngum: „Ég velti fyrir mér hvernig foreldrar og börn hafa efni á þessu“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 7. október 2018 20:00

„Ég velti fyrir mér hvernig börn og foreldrar þeirra hafa efni á þessu,“ segir Alex Yu, sem líklega er í hópi stærstu aðdáaenda Transformers á Íslandi. Alex heldur úti vinsælli YouTube-síðu, The Ragin Nation, þar sem hann fjallar um áhugamál sín, Transformers, Star Wars og fleira til.

Alex var staddur á Íslandi á dögunum, nánar tiltekið á Akureyri þar sem hann kíkti í verslun Toy’s R’us til að kanna úrval leikfanga í versluninni. Eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan var hann nokkuð sáttur við úrvalið þó verðið á leikföngunum hafi komið honum nokkuð á óvart.

Þar mátti til dæmis finna vinsæl Transformers-leikföng sem kostuðu í kringum tíu þúsund krónur. Þá skoðaði hann úrvalið af Lego-leikföngum og var nokkuð sáttur með það. „Þetta er brjálað verð,“ sagði hann þegar hann sá 120 þúsund króna Star Wars-geimskip. Um er að ræða safngrip og einn dýrasta Lego-pakkann sem hægt er að fá í dag.

Á undanförnum árum hefur umræða um verð á leikföngum reglulega skotið upp kollinum hér á landi. DV framkvæmdi árið 2016 til dæmis ítarlegan verðsamanburð á 20 vinsælum vörum í jafn mörgum verslunum á Íslandi. Þar á meðal voru leikföng, annars vegar úr TOYR ‘R’ US og hins vegar úr Hagkaupum.

Leiddu niðurstöðurnar í ljós að allt að tvöfaldur verðmunur var á vinsælum Lego og Playmobil-vörum milli Íslands, Noregs, Danmerkur og Bretlands. Voru vörurnar undantekningarlaust dýrastar á Íslandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Spádómur Stefáns um dómsmálið gegn Báru: „Ákveðinn hópur fólks verður búinn að gleyma smáatriðum málsins“

Spádómur Stefáns um dómsmálið gegn Báru: „Ákveðinn hópur fólks verður búinn að gleyma smáatriðum málsins“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Vestfirskur fjölskyldumaður er 130 milljónum ríkari

Vestfirskur fjölskyldumaður er 130 milljónum ríkari
Fréttir
Í gær

Þjófur staðinn að verki – Brotist inn á heimili og í bifreiðar

Þjófur staðinn að verki – Brotist inn á heimili og í bifreiðar
Fréttir
Í gær

Segir niðurstöðu héraðsdóms skelfilega – „Ég fylltist viðbjóði og upplifi mig svo óhreina að ég gæti klórað mig til blóðs“

Segir niðurstöðu héraðsdóms skelfilega – „Ég fylltist viðbjóði og upplifi mig svo óhreina að ég gæti klórað mig til blóðs“
Fréttir
Í gær

Hallgerður gagnrýnir ofnotkun hundaeigenda á ferðabúrum: „Þetta er dapurleg lausn, byggð á algerum misskilningi“

Hallgerður gagnrýnir ofnotkun hundaeigenda á ferðabúrum: „Þetta er dapurleg lausn, byggð á algerum misskilningi“
Fréttir
Í gær

Finnst þér að Ágúst Ólafur eigi að segja af sér þingmennsku? Segðu þína skoðun

Finnst þér að Ágúst Ólafur eigi að segja af sér þingmennsku? Segðu þína skoðun
Fréttir
Í gær

Veikindi Hafdísar hættu um leið og kísilverið í Helguvík lokaði: „Hóstaði stanslaust og enginn skildi hvað var í gangi“

Veikindi Hafdísar hættu um leið og kísilverið í Helguvík lokaði: „Hóstaði stanslaust og enginn skildi hvað var í gangi“
Fréttir
Í gær

Bára Huld er konan sem Ágúst Ólafur áreitti: „Í hvert sinn sem ég neitaði honum þá niðurlægði hann mig“

Bára Huld er konan sem Ágúst Ólafur áreitti: „Í hvert sinn sem ég neitaði honum þá niðurlægði hann mig“