fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Ingvar Smári furðar sig á viðbrögðum femínista: „Þetta er klárlega stefnubreyting“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 2. október 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingvar Smári Birgisson, formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, furðar sig á því að femínistar, þá sér í lagi Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, haldi sér til hlés í gagnrýni á tónlistarmanninn Orra Pál Dýrason eftir að bandarísk listakona steig fram og sakaði hann um kynferðisbrot.

Eins og DV greindi frá um helgina sakar Megan Boyd Orra Pál um að hafa brotið á sér kynferðislega.

Sjá einnig: Bandarísk listakona sakar trommara Sigur Rósar um nauðgun

Orri Páll hætti í hljómsveitinni Sigur Rós í gær og sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann biður fólk að halda ró sinni. „Fram skal tekið að ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að losa mig úr þessari martröð en af virðingu við raunverulega þolendur ofbeldis mun ég þó ekki taka þann slag opinberlega,” sagði Orri Páll.

Sjá einnig: Orri Páll hættur í Sigur Rós í kjölfar ásakanna um nauðgun

Sjá einnig: Misjöfn viðbrögð við máli Orra Páls

Ingvar Smári, sem er lögfræðingur, ræddi um opinberar smánanir, þar á meðal í tengslum við mál Orra Páls í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun. Segir hann að mál sambærileg Lúkasarmálinu komi nú upp á hverju ári og að fólk á samfélagsmiðlum geri sér ekki grein fyrir áhrifunum af því að saka menn um kynferðisafbrot. Hann tekur fram að ástæðan sé upplifun fólks komi til vegna þess að lögregla og dómstólar hafa ekki tekið á slíkum málum af festu og að dómar í slíkum málum hafi verið vægir, það réttlæti hins vegar ekki að vega að æru manna, nefnir hann sérstaklega Hlíðarmálið í því samhengi.

„Ég held að margir vilji frekar fara nokkur ár í fangelsi en svona opinberri smánun. Hún felur í sér alveg gífurlega refsingu, það er erfitt að ná utan og lýsa því en þú ert gerður útlægur úr samfélaginu,“ segir Ingvar Smári. Varðandi mál Orra Páls þá segir Ingvar Smári að hann taki eftir því að umræðan sé stilltari en í sambærilegum málum. „Það eru færri að stökkva fram og úthrópa hann,“ segir Ingvar. Hann tekur undir vangaveltur Frosta Logasonar þáttastjórnanda að það komi til vegna tengsla Orra Páls. „Mig grunar að margir af þeim sem tengjast honum og hafa haft sig frammi undanfarin ár, og sagt að það eigi alltaf að trúa meintum þolendum brota og taka þeirra vitnisburð fram yfir gerendurna; að þetta fólk situr á sér í dag og í gær og hugsað með sér: „Já nú þekki ég þennan mann, ætla ég að taka þátt í að úthrópa hann sem nauðgara?“.  Og það sem mér fannst athyglisvert í gær var að Hildur Lilliendahl, sem hefur stigið fram með hvað mestu offorsi síðastliðin ár, deildi yfirlýsingu Orra Páls. Gott og gilt, en þetta er klárlega stefnubreyting.“

Hildur deildi yfirlýsingu Orra Páls á Twitter í gær og segir að það þurfi að lesa orðin „af virðingu við raunverulega þolendur ofbeldis” sem sakleysisyfirlýsingu en að því þeim orðum hefði mátt sleppa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi