fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Orri Páll hættur í Sigur Rós í kjölfar ásakanna um nauðgun: „Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að losa mig úr þessari martröð“

Hjálmar Friðriksson, Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 1. október 2018 11:23

Listakonan ber Orra Pál þungum sökum í færslum á Instagram-síðu sinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orri Páll Dýrason, trommari Sigur Rósar, tilkynnir á Facebook-síðu sinni að hann sé hættur í hljómsveitinni. Um helgina birti DV umfjöllun um ásakanir bandarísku listakonunnar Meegan Boyd á hendur Orra Páli. Sakaði hún tónlistarmanninn um að hafa nauðgað sér í Los Angeles árið 2013 en þá voru liðsmenn Sigur Rósar staddir í borginni við upptökur á plötunni Kveik sem kom út síðar það ár.

Orri Páll biður fólk um að draga ekki fjölskyldu hans inn í málið. „Ég vil byrja á því að þakka vinum og vandamönnum sýndan stuðning. Það er gott að finna fyrir trausti ykkar þrátt fyrir þær alvarlegu ásakanir sem komið hafa fram á hendur mér. Málið hefur óneitanlega tekið á mig síðustu daga. Réttlætanlegt, segja ef til vill einhverjir og hyggst ég ekki deila við það fólk. Hinsvegar bið ég einlæglega um að sama fólk beini reiði sinni í réttan farveg og að fjölskylda mín og þá sérstaklega konan mín verði ekki dregin frekar inn í þetta mál eða umfjöllun þess. Að sama skapi vil ég biðja fólk að halda ró sinni og skipast ekki í tvær stríðandi fylkingar, þetta eru ekki réttarhöld, bara orð Meagan gegn mínum, á internetinu,“ segir Orri Páll.

Hann segir að ástæða þess að hann hafi ákveðið að hætta í hljómsveitinni sé að láta málið ekki bitna á félögum sínum í Sigur Rós: „Engum er greiði gerður með upphrópunum og gífuryrðum. -Hvorki mér, né henni. Vegna umfangs þessa máls hef ég ákveðið að hætta í Sigur Rós. Sú ákvörðun er mér þungbær, en ég get ekki látið þessar alvarlegu ásakanir hafa áhrif á hljómsveitina og það mikilvæga og fallega starf sem þar hefur verið unnið síðustu ár. Starf sem er mér svo kært. Fram skal tekið að ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að losa mig úr þessari martröð en af virðingu við raunverulega þolendur ofbeldis mun ég þó ekki taka þann slag opinberlega.“

Kveðst Boyd hafa hitt íslenska tónlistarmanninn á næturklúbbi í borginni. Þau hafi farið upp á hótelherbergi hans, kysst en síðan hafi hún sofnað í rúmi hans. Heldur Boyd því fram að þegar hún vaknaði hafi hún fundið að einhver var inni í sér.

Boyd fullyrðir í færslunni að henni hafi verið nauðgað tvisvar sinnum þessa nótt. „Ég velti því fyrir mér af hverju ég forðaði mér ekki eftir fyrsta skiptið en ég var drukkin, dauðþreytt og í áfalli,“ segir hún í færslunni.

Hún segist ekki hafa tilkynnt brotið til lögreglunnar. „Ég tilkynnti það ekki. Ég hef ekki talað um sársauka minn opinberlega. Ég er búin að burðast með þetta í sex ár og fyrir því eru margar ástæður. Ég var viss um að enginn myndi trúa mér. Mér leið eins og það hafi verið óábyrgt af mér að treysta honum því hann var í hljómsveit sem ég elskaði og ég dáði hann sem listamann,“ segir Boyd einnig í færslunni.

Þá segir Boyd að hún hafi undir höndum tölvupóstsamskipti hennar og Orra Páls þar sem hann biður hana afsökunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði