fbpx
Fimmtudagur 24.janúar 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fáðu DV í áskrift

Þú getur valið prentáskrift eða vefáskrift

Sjá nánar eða Lesa blaðið
Fréttir

Segir að Trump hafi ekki viljað verða forseti og hafi gert ráð fyrir að tapa kosningunum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 6. janúar 2018 10:23

Donald Trump átti aldrei von á því að vinna forsetakosningarnar í Bandaríkjunum og ætlaði að nota framboðið til að öðlast aukna frægð, meira sjónvarpsáhorf og að styrkja þannig viðskiptaveldi sitt. Þegar úrslitin lágu fyrir brast Melania, eiginkona hans, í grát og það voru ekki gleðitár. Sjónarvottur á kosninganóttinni sagði um Trump: „Það var eins og hann hefði séð draug.“

Þessu heldur rithöfundurinn og blaðamaðurinn Michael Wolff fram en hann gaf í vikunni út bókina Fire and Fury: Inside the Trump White House. Bókin hefur vakið gífurlega athygli og mikla reiði forsetans sem sakar höfundinn um lygi. Í bókinni er því haldið fram að allir aðstoðarmenn og starfsfólk Trump viti að hann sé óhæfur og valdi ekki starfinu.

Upplýsingarnar um að Trump hafi ekki ætlað sér að verða forseti er að finna í langri grein sem Wolff birti í The New Yorker og virðist byggð á efni úr bókinni.

Meðal þess sem kemur fram í greininni er að þrátt fyrir auðævi sín var Trump mjög tregur til að láta eigin fjármuni í kosningabaráttuna heldur þáði framlög og veitti kosningasjóðnum lán sem hann ætlaðist til að fá greitt þegar framlaga hefði verið aflað í baráttuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Sjáðu magnað myndband Rúnars af bíræfnum bílaþjóf gómuðum af lögreglu

Sjáðu magnað myndband Rúnars af bíræfnum bílaþjóf gómuðum af lögreglu
Fréttir
Í gær

Sindri ákærður fyrir manndrápstilraun – Stakk Elmar margoft

Sindri ákærður fyrir manndrápstilraun – Stakk Elmar margoft
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur þú séð þennan bíl? Lögreglan leitar að honum

Hefur þú séð þennan bíl? Lögreglan leitar að honum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mynd dagsins: Keyrði fram hjá Háteigsskóla – „Þetta var einhver að flýta sér“

Mynd dagsins: Keyrði fram hjá Háteigsskóla – „Þetta var einhver að flýta sér“
Fyrir 3 dögum

Réttarkerfið kostaði Stacey lífið

Réttarkerfið kostaði Stacey lífið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglumönnum brugðið eftir atvik í morgun: „Lögreglumaður á vettvangi sagði við kollega sinn að þetta myndi ekki enda vel“

Lögreglumönnum brugðið eftir atvik í morgun: „Lögreglumaður á vettvangi sagði við kollega sinn að þetta myndi ekki enda vel“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Asískt þjófagengi rænir skrautfiskum og kórölum – Kjartan: „Ætli verðmæti þeirra hafi ekki verið um 100 þúsund krónur“

Asískt þjófagengi rænir skrautfiskum og kórölum – Kjartan: „Ætli verðmæti þeirra hafi ekki verið um 100 þúsund krónur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Ég sakna þess ofboðslega mikið að fá ekki að tala við mömmu“

„Ég sakna þess ofboðslega mikið að fá ekki að tala við mömmu“